Æskan

Árgangur

Æskan - 01.07.1971, Blaðsíða 16

Æskan - 01.07.1971, Blaðsíða 16
^ Stjörnuspekingurinn Skóarinn og kona hans inu sinni var fátækur skóari. Hann var kvongaSur og var kona hans hinn mesti vargur i skapi og fram úr hófi eyðslusöm. Hann var aftur á móti skaplitill og nízk- ur. Vann hann baki brotnu, en kona hans drap ekki hendi sinni i kalt vatn. Barnlaus voru þau, en samt eyddust eigur þeirra, og hrökk hann eigi við að hafa ofan af fyrir þeim. Konan hélt jöfnu fram, vann ekki, heldur var hún á dansleikjum og öðrum skemmtunum. Þegar svona var komið, kom skóarinn að máli við konu sína, segir, að hún verði að hætta að eyða svo eignum þeirra, hljóti hún að þurfa að leggja eitthvað á sig og vinna eins og hann. Konan var uppi með hroka, sagði hann sama lítilmennið og venjulega, hann léti sér allt fyrir brjósti brenna, og hún færi ekki að ganga að vinnu, það væru nóg önnur ráð. „Hvaða ráð skyldu það vera?" segir hann. „Það* skal ég segja þér,“ segir hún, „þú þarft ekkert annað en að gerast stjörnuspekingur." „Ég stjörnuspekingur!" segir skóar- inn„ ,það var þá helzt, ég, sem ekki kann að skrifa nafnið mitt, eða veiztu ekki, að stjörnuspekingar eru hámennt- aðir menn og reikna út forlög manna eftir gangi himintungla? Þeir geta vitað allt, sem þeir vilja, en ég kann ekki að leggja saman 2 og 2.“ „Allt vex þér í augum, skræfan þin,“ sagði hún, „eða heldurðu að allir séu eins miklir stjörnuspekingar og þeir þykjast vera? Ég skal fullvissa þig um, að menn geta allt, ef þeir láta ekki hug- fallast. Það skiptir ekki svo miklu, hvað maður er, heldur hvað maður sýnist, og ég er viss um, að þú getur vel verið stjörnuspekingur." „Hvernig á ég að verða það, sem ég get ekki orðið?" sagði hann. „Ekki þarf annað,“ sagði hún, „en að ganga hérna út á göturnar og hrópa: Ég er stjörnuspekingur! Hver, sem vill vita hulda dóma, komi til mín!“ d} Konan var uppi með hroka. „Ertu galin kona?" sagði skóarinn, „ef ég gerði þetta, yrði ég undir eins tekinn og drepinn, veiztu ekki, að allir hér í nágrenninu þekkja mig?“ „Mikill auli ertu," sagði hún, „held- urðu að það verði ekki nóg ráð, þegar þar að kemur? Og ef þú vilt ekki, að ég skilji við þig, þá farðu út á morgun og auglýstu fyrir almenningi, að þú sért stjörnuspekingur, láttu mig svo sjá fyrir afleiðingunum." „Það er auðséð, að þú gerir þetta til þess að losna við mig," sagði skóar- inn, „enda er þá bezt að hætta á það, þótt ég verði líklega drepinn fyrir heimskuna." „Það er ekki hætta á því," sagði hún, og skildu þau svo talið. „Ég er stjörnuspekingur." Skóarinn gerist stjörnuspekinguf Daginn eftir bjó skóarinn sig, gekk út á gatnamót og hrópaði þar: ,,Ég er stjörnuspekingur, hver sem vill vita hulda dóma, hann komi til min, ég get leyst úr öllu!“ Þegar menn heyrðu hróp hans, þyp1' ust menn að honum úr öllum áttym og urðu mjög undrandi, þegar þeir þekktu þar skóarann og héldu hann vitiausan. Hlógu menn dátt að honum, en þegar mestur var ysinn kringum hann, kom þar að velbúinn maður, vatt sér að hon- um og spurði, hvort hann væri stjörnu- spekingurinn. Skóarinn játti því. ,.Þa skaltu koma með mér,“ sagði hinn, ,,ÞVI að ég er sendur frá herramanni, sem er húsbóndi minn og býr hérna á naesta herragarði. Hann vill finna þig.“ Skóarinn játaði þessu og fylgdi mann- inum til herragarðsins, skjálfandi á bein- unum. Tók herramaðurinn vel á móh honum og sagði hann hafa vel gert að finna sig, því að hann hefði hans fulla þörf, ef hann væri það, sem hann segðist vera, „en reynist þú annað en þú segist, skaltu kenna þess á sjálfum þér." „Hvað þurfið þér míns visdóms með? spurði skóarinn. „Ég varð fyrir miklum skaða," sagði herramaðurinn, „því að á mínum heið- ursdegi var stoiið frá mér þremur gim- steinum, er ég átti. Þeir voru meira virði en allar aðrar eigur mínar. Hef ég mikið reynt til að uppgötva þjófinn, en það hefur ekki tekizt enn, og Þvl sendi ég eftir þér, að ég vona, að Þu getir komizt að því, hver hefur leikið mig svona grátt." „Vandalítið hygg ég það,“ sagði skó- arinn og herti upp hugann, „því þa® hefur líklega einhver kunnugur gert.‘ „Jæja," sagði herramaðurinn, „Þu hefur þrjá daga til umhugsunar, og svo skaltu segja mér, hvar gimsteinarnir eru, og ég borga þér helming verðs þeirra, ef þú finnur þá, annars drep e9 þig líklega." Skóarinn sagði svo skyldi verða og fór heim. 16
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.