Æskan

Volume

Æskan - 01.01.1975, Page 49

Æskan - 01.01.1975, Page 49
Oli var bak við eldhúsið. Aprílgabb um borð 1. apríl lá seglskipið Soffía frá Marstal fyrir akkeri, því að blæjalogn var. Skip- ið átti að flytja 4000 tunnur af edíki til áfangastaðar skammt frá Bermudaeyj- um. Skipstjórinn og stýrimaðurinn urðu mjög undrandi, þegar þeir heyrðu þrisv- ar blásið í þokulúðurinon. „Hvað er þetta?“ spurði skipstjórinn. „Heyrðuð þér þetta líka, stýrimaður?" ,,Já,“ svaraði stýrimaðurinn. „Það var verið að blása í þokulúður." „En það er óhugsandi. Hér blæs aldrei neinn í þokulúður." Þeir hlustuðu báðir, og það var blásið aftur. „Furðulegt," sagði skipstjórinn. Stýrimaðurinn hlustaði spenntur. Þeg- ar aftur var blásið þrisvar, brosti hann breitt. Hann tók um handlegg skipstjór- ans og fór með hann að eldhúsinu. Þar sat hann Óli — léttadrengurinn stríðni — og hélt á tómri bjórflösku, sem hann ætlaði einmitt að fara að blása aftur í. „Svo þú ert að leika þokulúður," skammaðist skipstjórinn. „Hvað á það nú að þýða?" „Fyrsti apríl!" sagði Óli og skellti upp úr. „Þarna lék ég laglega á skip- stjórann." Skömmu seinna sagði stýrimaðurinn Óia að klifra upp í siglutréð. „Vittu, hvað þú sérð." Óli fór upp. „Ég sé ekkert," hrópaði hann. „Hærra upp, strákur. Sérðu eitthvað núna?" „Nei.“ „Þú ert eitthvað undarlegur í dag. Ég sé seglskip fyrir neðan." „Varstu að láta mig hlaupa apríl, stýrimaður?" góiaði Óli. „Einmitt," sagði stýrimaður og brosti breitt. Um leið hrópaði Óli: „Jú, hérna sé ég svolítið! Það er eitthvað dökkt á stjórnborða. Ég held, að það sé tunna." Óli fór niður, og skipstjórinn sótti sjónaukann. Jú, rétt var þetta, og þar sem ekkert var að gera á meðan beðið var eftir byr, var tunnan tekin um borð. Árabátur var sendur eftir henni, og inn- an skamms var tunnan dregin um borð. „Skipstjóri!“ hrópaði Óli, sem verið hafði með í bátnum. „Þetta er nú eitt- hvað handa yður. Það stendur Oporto á tunnunni!" Skipstjórinn sleikti út um. Það var ástæðulaust að fúlsa við heilli tunnu af portvíni, fannst honum, og hásetarnir virtust sammála, því að þeir þyrptust að tunnunni með krúsir í höndunum. Óli sótti krús handa skipstjóranum, og allir virtu hann spenntir fyrir sér, þegar hann tók tappann úr tunnunni. Ljós- gullinn vökvi streymdi úr henni. Skip- stjórinn muldraði eitthvað um hvítt port- vín um leið og hann lyfti krúsinni og saup drjúgum á. Svo skyrpti hann og hrækti og gretti sig, svo að hörmung var að sjá. „Oj,“ sagði hann loksins. „Þetta er edik! Og við, sem erum með 4000 tunn- ur af ediki um borð! Þetta er svindl!" Allir stóðu þöglir um stund, en Óli fann rétta svarið. „Þá hlupu allir apríl," sagði hann þurrlega og allir skelltu upp úr. „Já, já,“ sagði skipstjórinn seinna við stýrimanninn. „Óli er mesti æringi, en ég vildi samt ekki missa hann — sér- staklega ekki fyrsta apríl." nægan matarforða til vetrar. Nú skiptir mestu máli að flytja kjötið og skinnin sem fyrst heim, og þeir fara margar ferðir með hlaðinn bát. — 9. Það kom sér vel, að þeir höfðu hraðan á. Hávær úlfagól innan úr skóginum gefa til kynna, að þar séu aðrar verur, sem einnig vilja fá mat. Þegar drengirnir koma til að sækja það síðasta af kjötinu, sjá þeir stóran úlfahóp á ströndinni.

x

Æskan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.