Skírnir - 01.01.1926, Síða 17
Skírnir]
Skirnir tiræður.
7
Nefndin tók nú til starfa. Á sameiginlegum fundi hennar
og stjórnarinnar 14/3 1904 var samþykkt að leggja þær tillögur
fyrir næsta fund deildarinnar, að slá Skírni og Tímarit-
inu saman í eitt rit, er heita skyldi »Skirnir, tímarit hins
íslenzka Bókmenntafjelags« og koma út 4 sinnum á ári í
6 arka heftum. Utanfjelagsmönnum skyldi heimilt að ger-
ast fastir áskrifendur að tímaritinu gegn 3 kr. gjaldi, en í
lausasölu skyldi það kosta 4 kr. Ráða skyldi ritstjóra til
tveggja ára í senn með 600 kr. árslaunum og V2 árs upp-
sagnarfresti. Greiða skyldi 40 kr. ritlaun fyrir hverja örk.
Þessar tillögur voru lagðar fyrir fund Reykjavíkurdeildar
21. marz 1904 og samþykkti fundurinn þær. En forseti
lýsti því yfir, að þetta fyrirtæki væri svo stórvaxið, að leita
þyrfti samþykkis Hafnardeildar áður en því yrði hrundið í
framkvæmd. Það var því næst gert, og var málið síðan
rætt á fundi Hafnardeildar 11. maí 1904, en þó var því
ekki ráðið til lykta þar að því sinni. En hjer á landi undu
menn því illa, að tafið yrði fyrir málinu, og á stjórnarfundi
Reykjavíkurdeildar 4. júlí 1904, þar sem tímaritsnefndin var
einnig viðstödd, var samþykkt að bera svo hljóðandi tillögu
fyrir aðalfund: »Fundurinn samþykkir að fela stjórninni
að gera nauðsynlegar ráðstafanir til þess að koma í fram-
kvæmd ákvörðunum síðasta aðalfundar um útkomu Skírnis,
tímarits hins íslenzka Bókmenntafjelags, frá næstu áramót-
um, þótt eigi sje kornið samþykki Hafnardeildar, og skyldi
samþykki hennar eigi fást, að halda þó fyrirtækinu áfram
eigi að síður, þó svo, að beinn kostnaður við það fari eigi
1000 kr. fram úr því, er útgáfa Skírnis og Tímaritsins hefir
áður kostað.« Tillaga þessi var samþykkt á aðalfundi deild-
arinnar 8. júlí 1904 með samhljóða atkvæðum.
Þar með var málinu ráðið til lykta. Á stjórnarfundi
Reykjavíkurdeildar 3. sept. s. á. var ákveðið að bjóða mag.
art. Guðmundi Finnbogasyni ritstjórn tímaritsins og loks
voru gerðar fullnaðarráðstafanir um allt fyrirkomulag Skirn-
is á stjórnarfundi 13. nóv. 1904. Auk almennra tímrits-
greina skyldi hann flytja skýrslur og reikninga fjelagsins,
útlendar og innlendar frjettir, íslenzka bókaskrá, ritdóma