Skírnir - 01.01.1926, Síða 187
Skirnir] Nokkurar athugasemdir um bókmentir siðskiftaaldar. 173
Frá fyrri bindum ritsins hefur verið skýrt í þessu tíma-
Titi jafnóðum og þau hafa komið út. Verður því ekki vikið
nánar að þeim nú. En þess má geta, að höfundur hefur
vaxið með verkinu og verkið með honum. Mest þykir mér
koma til III. bindis. Þar mátti heita, að hver nýjungin ræki
aðra, og efnið leyfði víða frásagnarlist höfundar að njóta
sín að fullu. Efni IV. bindis er talsvert kannað áður, enda
er bókmentasagan í eðli sínu miður til samfeldrar frásögu
fallin en landssagan. Samt hefur höfundi tekist að gera alt
þetta rithöfundatal ótrúlega skemtilegt aflestrar, og þar
sem frásagan er óslitin með köflum, framar öllu í þættin-
um um Arngrím lærða, ber hún öll sömu einkennin og
beztu hlutar III. bindis. Og í þessu bindi hefur höfundur
fengið tækifæri til þess að færa sér í nyt hina frábæru
þekkingu sína á íslenzkum handritasöfnum utan lands og
innan. Hún hefur gert honum kleift að komast allsstaðar
feti lengra en þeir, sem áður hafa ritað um sömu efni, og
leiða margt í Ijós, sem ókunnugt hefur verið áður. En til
lítils væri að ætla sér að rekja hér efni bókarinnar eða
telja nýjungar þær, sem hún flytur. Mér þykir nóg að geta
þess, að efnið er svo víðtækt og margbreytt, að þrátt fyr-
ir stærð ritsins er þar víða mjög fljótt yfir sögu farið.
Það vill svo til, að eg hef samtímis höfundi kannað
allmikið af efni því, sem bókin fjallar um, og ritað um
sumt í ágripi því af islenzkri bókmentasögu, er eg hef
samið handa lærisveinum mínum. Auðvitað getur aldrei
hjá því farið, þegar svo stendur á, að sinum augum líti
hvor á einstök atriði og einum sjáist yfir það, sem ann-
ar hefur veitt athygli. Sjálfur vil eg minnast þess með
þakklæti, hversu margt eg hef lært af þessari bók. En
það þakklæti þykist eg ekki geta látið öðru vísi betur í
ljós en með því að hnýta hér aftan við fáeinum athuga-
semdum, ekki í aðfinslu skyni, heldur til viðbótar1). Mætti
1) Eg fer hér af ásettu ráði ekki út i neinn tíning. Það gefur
að skilja, að tilvísanirnar í handrit í öðru eins verki geti ekki verið
algerlega tæmandi, en enginn er að bættari, þótt fáeinum væri auk-
ið við. Aftur á móti er það að gera lesöndum óþarflega erfitt fyrir