Skírnir - 01.01.1926, Blaðsíða 46
36
Húsakynni á Norðurlöndum.
[Skirnir
að apa eftir öðrum, og hver þjóð verður að sníða sér
stakkinn eftir sínum vexti og sínu skaplyndi.
Hvað ytra útlithúsanna, byggingastílinn, snertir,
hefir Norðmönnum og Svíum reynst það happadrýgst, að
fylgja sem mest fornum sniðum, því að útlendu fyrirmynd-
irnar gáfust miður vel. Þeir gera því húsin víðast einlyft, en
þó með háu þaki, en gamla, lágreista torfþakið tíðkaðist
þó víða í Noregi og tvílyft hús eru þar ekki fátíð. Eftir
þeirra reynslu ættum vjer hiklaust að byggja bæi vora
með líku sniði og gömlu bæirnir höfðu, nota þá sem fyr-
irmyndir, þó að húsin yrðu stærri og hærri í lofti. Hafa
sumir tröllatrú á því, að vér getum skapað fagran og þjóð-
legan byggingastíl upp úr gömlu bæjunum. Því miður er
vafasamt, að þetta takist nokkru sinni. Bæirnir voru börn
síns tíma og algerlega mótaðir eftir því efni, sem þeir
voru bygðir úr. Ef breytt er um það, eða hætt að nota
þykka veggi milli herbergjanna, verður bæjarsniðið bæði
óhentugt og óeðlilegt. Margir hafa reynt að líkja eftir
bæjunum, og þar á meðal ágætur húsameistari, Alfred J.
Rávad1) (bróðir Thor Jensens), en engum tekist. Bær Rávads
hefir að vísu sama svip og islenzkir bæir, er fagur að sjá
og færi vel í sveit, en sé betur gáð að, eru gallarnir auð-
sæir. Hann hefir bútað framhlið steinhússins sundur með
3 timbur þiljum, en milli þeírra eru veggbútar, er svara til
gömlu torfveggjanna. Steinhúsið verður þannig hálfgert
timburhús, ótraustara, eldfimt, en veggirnír milli þiljanna
eru ekki það sem þeir sýnast, heldur eru gluggar á þeim
og herbergi innan þeirra. Þetta er að sýnast en ekki að vera
og andstætt allri heilbrigði byggingalist, en þannig varð
að fara að, til þess að ná bæjarsvipnum. Sé nú aftur milli-
veggjunum slept og þilin úr steypu, þá hverfur bæjarsvip-
urinn og næst ekki, þó að burstir séu gerðar á þaki. Er
maður þá óðar korninn í enskan stíl, sem er fagur ef vel
er á honum haldið, en dýr og ekki við alþýðu hæfi.
1) Alfrecl J. Rávad: íslenzk húsagerðarlist Kbh. 1918. Ágæt-
ur bæklingur.