Skírnir - 01.01.1926, Blaðsíða 239
Skírnir
Ritfregnir.
225
mætti segja, að íslenzkur kveðskapur hafi tvisvar veslast upp úr
»form-sýki«, bæði dróttkvæðin fornu og siðar rimurnar. En hitt verð-
ur samt varla úr okkur íslendingum barið, að formið er önnur
aðal-hlið skáldskapar og að mikið ríður á, að það sé gallalaust Qg
fagurt. Þar sem höf. leggur svo litla áherzlu á formið, virðist mér
hann gera »dyggð« úr »nauðsyn« annara þjóða skálda, sem getp
ekki boðið tungum sfnum það sama, sem vér íslendingar getum
boðið tungu vorri.
Höf. ræðir mjög fróðlega og skemtilega um Eddukvæðin, en
nokkuð þykja mér hæpnar sumar tilgátur hans um aldurs-mismun
]>eirra. Get ég ekki farið nánar út í það mál hér, en vil aðeins
minnast á eitt atriðið. Höf. virðist hyggja, að óreglulegur brag-
háttur, sem kemur ekki heim við Sieversreglur, sé merki um fornan
aldur, og að leyfilegt sé jafnvel að snúa sumum Eddukvæðunum á
frumnorrænu, þótt við það aukist atkvæðafjöldi að miklum mun.
En min skoðun er þvert á móti sú, að fornyrðislagið í sinni ströng-
ustu mynd sé það upphaflega, en hitt síðari aflaganir eða skáldaleyfi.
Færi ég það m. a. til míns máls, að dróttkvætt, sem auðsjáanlega
er myndað af fornyrðislagi, leyfir ekki innskot né útúrdúra frá regl-
unum og annað hitt, að frum-norrænir vísupartar, sem fundist hafa,
virðast fylgja hinum ströngu reglum, t. d. Ek wiwar after | wóðuríðe |
witaða-hlaiban | worhto rúnar, eða t. d. vísan á Röksteininum, sem
höf. tilfærir sjálfur, sem er alveg regluleg samkvæmt hinum 5 grein-
um fornyrðislags, nema fyrsta linan, sem er einu atkvæði of stutt.
En það sýnir bezt, hve fornyrðislagið hefir verið rótfast í huga
manna, að það skyldi lifa af allar úrfellingar, sent urðu frá 600—900.
Hygg ég þó, að þannig hafi myndast kviðuháttur, að við úrfelling
hafi atkvæði einatt orðið þrjú í visuorði (t. d. Ræið ÞiauríkR) og
það hafi síðan verið sett i kerfi (systematiserað) á þann hátt, að
hafa annaðhvort visuorð þrikvætt.
Ekki þykir mér höf. meta Völuspá að verðleikum, og þess
:sakna ég, að hvergi getur hann um kenningar Sigurðar Nordals
um aldur og tilorðning hennar, en þær þykja mér harla merkilegar
(sjá Völuspár-útgáfu S. N.); þótt auðvitað sé erfitt að færa fullar
sönnur á, að Völuspá sé ort laust fyrir 1000 og undir áhrifum kristni-
þoðs, eru líkurnar miklar. Og Völuspá er að líkindum það Eddukvæð-
ið, sem sennilegast er að sé íslenzkt. —
Skoðanir höf. um uppruna rímnanna eru ekki ósennilegar, en litt
þykir mér hann láta þær njóta sannmælis (nema Skíðarímu) og
hæpnar eru tilgátur hans um aldurs-mismun þeirra. Mér þykir enn
sennilegast, að Óláfsríma Einars Gilssonar sé elzt, en auðvitað hefir
rimnakveðskapurinn ekki sprottið upp alt í einu alskapaður, eins og
Aþena úr höfði Seifs, heldur hljóta þær að hafa þróast smátt og
smátt, þótt vér vitum ekki glögglega um tilorðning þeirra. Ekki er