Skírnir - 01.01.1926, Blaðsíða 248
234
Ritfregnir.
[Skírnir
íull. Það mun ekki vera á neins manns færi að gera jafnaðarreikn-
ing um gagn það og tjón, sem hún hefir unnið. Hún hefir sjálf
viljað vera meðalgangari milli guðs og manna. En það eitt er víst,
að hún annaðist meðalgönguna milli íslands og menningarinnar í
Evrópu um langan aldur. Hún rækti það starf misjafnlega vel, en
sá heiður verður aldrei af henni tekin, að hún hefir haft það á hendi.
Þessi kirkjusaga biskupsins hefir vakið hina mestu eptirtekt
bæði í Danmörku og annarstaðar á Norðurlöndum. Sá fróðleikur,
sem hún flytur, mun hafa komið flestum algerlega á óvart, enda
«r þetta í fyrsta sinn, að Norðurlandaþjóðir fá i hendur nokkurn
veginn glöggt yfirlit yfir höfuðviðburði í sögu íslenzku þjóðarinnar.
Biskupinn hefir því unnið mikið nytsemdarverk með þvi að semja
rit þetta, þvi að skarðið, sem það fyllir, mátti ekki lengur standa opið.
Að þvi er ég veit bezt hafa allir útlendir ritdómendur, sem um
bókina hafa skrifað, lokið miklu loforði á hana, enda hefir hún
marga kosti. Höf. hefir gott vald yfir efninu, frásögn hans er Ijós
og skilmerkileg og dómar hlutdrægnislausir. Honum er t. d. fulljóst
að siðbætandi áhrif kirkjunnar á hugi manna hafa oft verið mjög
vafasöm, bæði fyrir og eptir siðaskipti. Á tímum kaþólskunnar stóð
t. d. nálega á sama hver óbótaverk menn unnu, náðarfaðmur kirkj-
unnar var alltaf opinn, ef fje var í aðra hönd og afbrotamaðurinn
fáanlegur til þess að beygja sig undir kirkjuagann. Bæði fyr og
síðar hefir kirkjan látið sjer miklu hugleiknara að kennna mönnum
að hegða sjer eptir ákveðnum, ytri reglum, heldur en að vekja sál
þeirra og samvizku til nýs lífs. Lýsingin á hinu hræðilega ófremd-
arástandi íslenzku kirkjunnar á 15. öld þykir mjer einn hinn bezti
kafli ritsins. Þá lá allt ráð landsmanna næstum því bókstaflega fyrir
hunda og manna fótum. Páfar og konungar kepptust þá um að skipa
biskupsstólana útlendum ævintýramönnum, og voru sumir þeirra
hinir mestu óþokkar, ránsmenn og siðleysingjar. Ekki dregur höf.
heldur dul á, hvernig einokunin ljek íslendinga út á 17. og 18. öld
og hvernig öllu fór þá hrakandi, efnahag, siðferði og sjálfstrausti
þjóðarinnar. Bókin er að vísu ætluð dönskum lesöndum, en höf.
er alltaf óhlutdrægur sagnaritari, og get jeg ekki sjeð, að hann
reyni nokkursstaðar að berja í brestina, þar sem hann minnist á
óheppilegar og skaðvænlegar athafnir Dana hjer á landi. Hitt er
satt, að honum er bersýnilega miklu skapfelldara að minnast þess,
sem vel hefir verið í sambúð Dana og íslendinga, og skal það
ekki lastað.
Bókin er yfirlitsrit og hefir þvi ýmsa galla, sem venjulega
fylgja slíkum ritum. T. d. kennir stundum nokkurrar ónákvæmni í
frásögn, einkum þó í fyrri hluta ritsins, að því er mjer virðist. En
slíkt er varla tiltökumál, þegar mikið efni er tekið til stuttrar írá-
sagnar. Hitt er meiri ókostur á bókinni, að höf. minnist miklu