Skírnir - 01.01.1926, Blaðsíða 230
216
Ritfregnir.
[Skirnir
en i þeim. Því er það, að þjóðsögur eru eitt af því, sem fjölda
manna er einna ljúfast að lesa eða heyra. Menn finna ósjálfrátt
skyldleika sinn við þann anda, sem í þeim býr. Skáld og lista-
menn sækja sér verkefni í þjóðsögur. Og ennfremur eru þjóðsögur
merkileg heimild um menningarsögu, trúarsögu og jafnvel réttar-
sögu þjóðanna. Þær geyma margar menjar frá löngu liðnum tím-
um. Eimir þar eftir af gamalli forneskju, af hugsunarhætti löngu
liðinna kynslóða, og má margt af þeim læra. Þetta verður mönn-
um æ ljósara og vegur þjóðsagnanna eykst ár frá ári. Allsstaðar
mundi því þykja mikiil fengur í jafnmiklu og fjölbreyttu þjóðsagna-
safni og safn Sigfúsar er.
Draugasögurnar, þriðji flokkur safnsins, eru röskar 300 bls.
Skiftir höf. þeim í fjóra hópa. Hinn fyrsti er sögur um svipi og
vofur. Segir þar frá dánarboðum, svipasjónum, svipheyrnum og
áhrifum. Annar hópurinn eru sögur af afturgöngum. Höf, skiftir
þeim i útburði, heimselskendur og hefnivarga. Þriðji hópurinn er
um sendingar og eru þar sögur af snökkum og tilberum, staðárum,
gangárum og tilbúnum árum. Loks segir í fjórða söguhópnum frá
fylgjum og disum, þ. e. ætta- og mannafylgjum, bæja- og staðafylgj-
um, skipafylgjum og veðurfylgjum. Sést af yfirliti þessu, að margra
grasa kennir í bókinni. Draugatrúin birtist þar í sínum mörgu
myndum. Flestar hafa sögurnar gerst á 19. öld. Sumar eru þó eldri,
eða ekki bundnar við ákveðna öld, og eru ýmsar þeirra mjög forn-
eskjulegar, eins og t. d. sögurnar Vafrastaðir (bls. 59), hjartað og
peningarnir (bls. 98) og beinagrindin i Skálholti (bls. 100). Yngri
sögurnar margar eru líka forneskjulegar, i öðrum blandast saman
gamalt og nýtt og loks bera enn aðrar algerlega mót hins nýja
tíma. Islenzkar þjóðsögur hafa enn eigi verið rannsakaðar vísinda-
lega að neinu marki. Þegar til þeirrar rannsóknar kemur mun það
sannast, að safn Sigfúsar verður drjúg heimild. Mun það reynast
að margt æfafornt kemur fram í sögum hans, sem hvergi getur ann-
arsstaðar, t. d. minnist ég þess ekki að hafa áður séð getið um þá
trú, að afturgöngur yrðu að stökkva þrisvar aftur á bak í spor sin
til þess að ganga aftur fullri afturgöngu, sbr. söguna um Bjarna-
Disu (bls. 126). En sú trú á sér efalaust æfafornar rætur og er i ætt
við hina iornu trú á tói.-.mætti sporanna, sem m. a. lýsir sér í forn-
lögum sumra þjóða. Þá vei^ur safn hans og mikilsvirði, þegar
rekja á breytingar þær, er þjóðtrúin hefir tekið síðasta mannsaldur-
inn. Samanburður á sögum hans og sögum Jóns Árnasonar verður
merkilegur um það efni. Þvi að þjóðtrúin breytist eins ogannað.Þann-
ig hefir nýr flokkur drauga komið inn í islenzka þjóðtrú með þilskipa-
útgerðinni, skipsdraugarnir, útlendir að uppruna, eins og nafn það,
er sjómenn gefa þeim, »nissar«, sýnir. Hefir Sigfús náð nokkrum
sögum af þeím. Nýtt og gamalt blandast skemtilega saman í sum-