Skírnir - 01.01.1926, Blaðsíða 119
■.Skirnir]
íslenzk gælunöfn.
109
og Tobba fellur /’-ið burt, enda er það eitt erfiðasta hljóð-
ið fyrir börn að bera fram. Þá er það og eftirtektarvert,
að þ í upphafi nafns breytist í d eða t í gælunöfnum, og
kemur þar enn í ljós framburður barnanna, sem eiga örðugt
með /j-ið. Eina undantekningin er Þói, er Sigfús Blöndal
segir að komi fyrir á Vestfjörðum.
Augljós eru áhrif af framburði barna í Addi, Alli, Baui,
Bijbbi, Dói, Gaui, Guji, Gubbi, Lalli, Lúlli, Mummi; Adda,
Agga, Alla, Dúdda, Dúna, Gaua, Guja, Gugga, Hadda,
Imba, Lalla, Lúlla, Maja, Malla, Milla, Obba, Silla, Simba,
Sjana. Lóa af Ólavía gæti verið fyrir stafavíxlan. í Nonni
er lokahljóð stofnsins tekið framfyrir, sbr. Bob f. Robert í
ensku, og af líkum toga gæti Nói verið spunnið, ef ekki
er hitt, að menn hafi gert það að gamni sínu að snúa nafn-
inu við. Yfir höfuð einkennir það mál barna, að samlag-
anir verða stundum á hljóðum, sem ekki standa saman, og
að sömu hljóð endurtakast.
Gumbi, Sambi og Simbi eru einkennileg að því, að
þar kemur fram b, sem hvergi er í þeim nöfnum, sem þessi
gælunöfn eru dregin af. Nú er varastellingin hin sama við
b og m; b kemur þegar gómfillan lokar fyrir loftstrauminn
um nefið, og gætu því þessar orðmyndir verið komnar af
íramburðartilraunum barnanna.
Ef vér nú viljum skýra helztu einkenni þessara gælu-
nafna, þá er fyrst að minnast þess, sem að vísu er augljóst,
að þau eru upphaflega stíluð til ungbarna. Vér höfum
séð, að mörg þeirra eru sniðin allmjög eftir tungutaki barna,
Þau fella niður hljóð, sem börnum eru erfið, eða setja önn-
ur auðveldari í staðinn. Af um 220 nöfnum hafa 41% tvö-
feldan samhljóð, er kemur af því, að nöfnin eru dregin í
framburði, eins og verður þegar talað er hægt og blíðlega.
Öll nöfnin eru tveggja atkvæða orð og því samkvæmt
eðli málsins réttur tvíliður A w, þungt og létt atkvæði. Það
getur varla verið tilviljun, að nöfnin eru hvorki lengri eða
skemri en þetta, heldur mun það koma af því, að tvíliður-
’nu svari bezt þeim hug, er ræður myndun þeirra. Nú er
Það sanni næst, að tvíliður sé oss eðlilegastur og falli bezt