Skírnir - 01.01.1926, Síða 19
'Skirnir]
Skímir tiræður.
9
vinsælasta riti fjelagsins. En nú tók dýrtíðin að vaxa ægi-
lega og kom þó miklu harðast niður á allri bókaútgáfu. Þó
fóru menn sjer í fyrstu hægt um það að minnka Skirni,
en árið 1917 var hann þó styttur um eina örk, svo að það
ár var hann 27 arkir. Árið eftir (1918) var hann færður
niður í 24 arkir og um haustið það ár ákvað stjórnin, að
Skírnir mætti ekki fara fram úr 18 örkum árið 1919.
Þeirri stærð hjelt hann svo árin 1919 og 1920. En hið
síðara árið komst dýrtíðin á hæsta stig hjer á landi og var
þá orðin svo mögnuð, að við ekkert var ráðið. Árstekjur
fjelagsins voru þá um 15000 krónur, en 9772 krónur fóru til
útgáfu Skírnis. Tók þá stjórnin af skarið og ákvað um
haustið 1920, að Skírnir skyldi fyrst um sinn koma út
einu sinni á ári, fylgja fjelagsbókunum og vera 5—10 arkir
að stærð. Guðmundur Finnbogason, sem lengst af hafði
verið ritsjtóri Skírnis eptir að honum var breytt (1905—
1907 og 1912—1920), var gersamlega andvígur þessari ráð-
stöfun stjórnarinnar og sagði af sjer ritstjórninni.
Síðan hefir Skírnir, verið gefinn út einu sinni á ári.
Árið 1921 var hann aðeins rúnrar 10 arkir, en hefir síðan
farið heldur vaxandi og síðasta ár var hann 15 arkir. Að
efni til hefir honum verið haldið í viðlíka horfi sem áður,
nema að hinn innlendi frjettabálkur var felldur úr, þá er
sem þrengst var um rúnr 1921, og hefir ekki verið tekinn
upp siðar. Hinn útlendi frjettabálkur var þá fyrir nokkru
horfinn úr sögunni (síðan 1915).
27. febrúar 1815 ritaði Rask boðsbrjef sitt til íslend-
inga um að stofna fjelag til þess að varðveita og efla bók-
menntir landsins. Brjefið hófst svo: »Það er sannleikur,
sem enginn mun um efast, að íslenzkir eigi ekki stríðsmakt
eða höndlun, heldur skáldum og sagnameisturnm að þakka
þá frægð, sem þeir hafa öðlast hjá öðrum þjóðum Norður-
álfunnar, og að miklu leyti þá upplýsingu, sem enn í dag
við gengst á millum alþýðu manna hjer á landi, ásamt
þeirri æru, að hafa einir varðveitt nærri því óumbreytta og
óspillta þá gömlu og ágætu aðaltungu á Norðurlöndum.«