Skírnir - 01.01.1926, Blaðsíða 73
Skirnir]
Stjörnu-Oddi.
63
íyrst og fremst Iagt alúð við kirkjurímið, og útreikningur
hans á tunglaldrinum sýnir, að hann hefir verið manna fær-
astur í því, auk þess sem hann var mikill reikningsmaður.
Prestar hafa varla farið að breyta missiristalinu sín vegna;
þeir voru lærðir upp á tímatal kirkjunnar, og alt, sem að
kristnihaldi laut, var iniðað við það tímatal. Missiristalið
var aðeins til að gera prestunum erfitt fyrir. Eg gæti trú-
að því, að sumir þeirra hefðu viljað koma missiristalinu
fyrir kattarnef. Jón helgi lét breyta daganöfnunum, svo
að þau urðu flest að sið kirkjunnar. Um fleiri tilraunir í
sömu átt vitum vjer ekki, en sagan getur sjaldnast um þær
tilraunir, sem mishepnast eða deyja í fæðingunni, nema
þær dragi á eftir sér aðra dilka. Það hefir verið sagt og
eigi að ástæðulausu um íslenzka klerka á fyrstu öldum
kristninnar, að þeir hafi verið þjóðlegir í anda, og því er
vel líklegt, að þeir hafi af þjóðrækni og gömlum barns-
vana haft þær mætur á missiristalinu, að engar alvarlegar
tilraunir hafi verið gerðar af þeirra hálfu til þess að út-
rýma því, en naumast hefir þjóðrækni þeirra gengið svo
langt, að þeir hafi farið að leggja sig í framkróka til að
lagfæra missiristalið. Þess vegna er eg tregur til að fall-
ast á þá skoðun, að Bjarni prestur hafi gert mikið að um-
bótum á missiristalinu, nema því að eins, að lögsögumað-
urinn hafi leitað til hans. En um það er ekkert unt að
segja. Menn vita eigi, hverra manna Bjarni var, né hvar
hann dvaldi.
En það eru miklar líkur til þess, að Bjarni tölvísi hafi
ritað rím á íslenzku og brot af því sé til enn. í rímið gat
hann ekki sett aðrar reglur um missiristalið en þær, sem
áður voru viðurkendar sem lög eða landsvenjur af lögsögu-
manni. Það hefir verið komið fast skipulag á missiristal-
ið áður en Bjarni ritaði rímið. En þeir, sem hafa þekt rím
Bjarna tölvísa, hafa eigi að ástæðulausu nefnt hann heim-
ildarmann.
En hefir Stjörnu-Oddi einnig samið rím? B. M. Ólsen
hefir talið það vafalaust, að Oddi hafi ritað sjálfa Odda-
tölu, því að hann segir »að frumrit Odda að Oddatölu