Skírnir - 01.01.1926, Blaðsíða 56
46
Stjörnu-Oddi.
[Skírnir
Alfræði ísl. II. (Indledn. XXIV—XXVII). Byggir hann auð-
sjáanlega mikið á útreikningum Eiriks Briems. B. M. Ólsen
og Eiríkur Briem gátu þess, að þeir hefðu eigi getað rann-
sakað, hvort fyrirmynd fyrir fyrsta kafla Oddatölu fyndist
i erlendum ritum frá miðöldunum, en það var hugsanlegt,
því að sólhvörfin er unt að ákveða, hvar sem er á hnett-
inum. N. Beckman segir, að kaflinn um sólhvörfin sé að
öllum líkindum bygður að nokkru leyti á athugunum, sem
gerðar liafa verið á íslandi. Svipuð athugun þekkist ekki
í öðrum löndum á þeim timum. Kirkjutímatalið reiknaði
sólhvörfin nokkrum dögum siðar, og menn þóttust jafnvel
geta sannað, að það væri rétt.
Af ummælum þessara fræðimanna má sjá, að Stjörnu-
Oddi hefir gert nákvæmar athuganir á sólhvörfunum, jafn-
vel nákvæmari en búast mátti við af manni á þeim tíma
hér norður á íslandi. En ef betur er að gáð, þá hefir
Stjörnu-Oddi varla fengið að njóta sannmælis í þessum
áðurnefndu ritgerðum um þenna fyrsta kafla Oddatölu.
N. Beckman talar á bls. 49 í athugasemd 2 um meinloku
í þessum kafla, sem ég get eigi fundið, og á bls. XXV
segir hann, að Oddi hafi gert sér undarlegar hugmyndir
um sólhvörfin, með því að heimfæra þau upp á ýmsar átt-
ir. Ef ég skil N. Beckman rétt, þá á hann með þessu við
það, er Oddi segir, að í hlaupári verði sumarsólhvörf í
landsuðri miðju, 15. júní, árið eftir í útsuðri miðju, og
næsta sumar í útnorðri miðju sama mánaðardag, og sumarið
þar á eftir í landnorðri miðju, 16. júní. Árið þar á eftir er
hlaupár og þá verða sólhvörf aftur í landsuðri þ. 15. júní.
Ég get ekkert séð undarlegt við þetta. Oddi lítur auð-
sjáanlega þannig á, að sólhvörf verði þar sem sólin er, og
virðist mér sá skilningur á sólhvörfunum óaðfinnanlegur.
»Sólhvörf í landsuðri« merkir þá, að sól sje í landsuðri, er
sólhvörf verða. Á dögum Stjörnu-Odda þektu menn ekki
klukkur hér á landi, en reiknuðu stundir eftir því, i hverri
átt sólin var; og þó að sól sæist eigi á þeim tíma, þá
reiknuðu þeir samt út, hvar hún ætti að vera. Þeir
töldu sól í landnorðri, er áttungur var liðin af sólarhringn-