Skírnir - 01.01.1926, Blaðsíða 39
Skírnirj
Húsakynni á Norðurlöndum.
29
og veru að láta sér detta nýtt í hug og hafa þá jafnframt
djörfung til að framkvæma það, að þessi þýðingarmikla
breyting komst ekki á í Noregi fyr en um 1500, og þá
barst hún sennilega frá útlöndum. Hún ruddi sér auðvitað
fljótlega til rúms, því að hagurinn var auðsær: Menn losn-
uðu við allan reyk, stofan varð margfalt hreinlegri og það
mátti loka ljóragatinu, að minsta kosti eftir að glergluggar
komu til sögunnar. Þá þurfti og útihurðin ekki að standa
opin, því ærinn súgur var í nýja reykháfsofninum eða arin-
stónni, sem nefndur var pejs. Gerð hans var að öðru
leyti mjög einföld: lágur grjótbálkur á gólfinu og upp af
honum var hlaðinn reykháfur, víður neóst og opinn að
framan, en drógst að sjer ofan til og varð þar að lokuð-
um reykháf. í hlóðaopinu brann eldurinn á skíðum og yfir
honum var maturinn eldaður, en bjarmann og hlýjuna af
eldinum lagði um allt herbergið líkt og verið hafði af lang-
eldinum forna. Eldiviðarfrekur var þessi ofn, en að öðru
leyti tók hann reykofninum fram að flestu leyti og ruddi
sjer hvervetna til rúms. Svo skemtileg hefir þessi ofna-
gerð þótt, að Englendingar nota hana enn, þótt lagið hafi
tekið nokkrum breytingum. Þykir þeim hið mesta yndi að
sitja við arineldinn á kvöldum, engu síður en fornmönnum.
»Sittu við eld og árnið, þá mun þjer ei langt finnast,« er
gamalt orðtak.
Þegar ofn kom í stað langeldsins, var víðast gerð sú
breyting á stofunni, að lokuð forstofa var gerð fram af
útidyrum. Gerði hún húsið hlýrra og kom sér vel til
ýmissa þarfa. Var hún stundum nefnd vatnsklefi. Loft
var stundum gert í innri klefunum (9. mynd) og kom þá
herbergi á lofti uppi, sem nota mátti til geymslu eða annara
þarfa. Stundum var þessi endi hússins gerður tvílyftur.
Með öllum þessum viðbótum höfðu húsakynnin batnað
mikið og aukist. Ef bæta skyldi við þau, sýndist það liggja
næst, að stækka klefann og forstofuna og ef til vill gera
tvö herbergi úr stofunni, en svo ríkur er vaninn, að þessi
leið var ekki farin, heldur tóku menn það ráð, að byggja
sérstaka stofu við gafl hússins með sömu gerð og gömlu