Skírnir - 01.01.1926, Blaðsíða 182
168
Skíðaferð suður Sprengisand.
[Skírnir
svo ólmt, að við sjálfir áttum fullt í fangi með að verjast
því, að við færum sömu leið. Við skrifuðum nú á seðil:
»Eigum við að fara niður nokkru sunnar eða nokkru norð-
ar?« Síðan knýttum við seðilinn í vasaklút, festum klút-
inn í eyrað á einum matarpottinum, fyltum pottinn með
snjó og festum 60 faðma langa taug við hann. Ljetum við
svo vindinn feykja honum fram af hengjunni. En annað-
hvort fengu þeir Axel aldrei þetta pottskeyti eða þeir
skildu það ekki, því að svar fengum við aldrei. Jeg hjelt
nú i sleðann af öllu afli, en Tryggvi gekk dálítinn spöl frá
til þess að fleygja pottinum aptur fram af og reyna á
þann hátt að fá vitneskju um, hvort fært mundi niður.
Kuldinn var nú aðeins 3°, en veðrið var ótrúlega napurt
og hráslagalegt. Jeg stóð þarna og beið Tryggva, og mín-
úturnar urðu að klukkustundum, Loksins sneri Tryggvi
aptur og sagði, að komast mætti niður nokkru sunnar. Við
bundum nú skíðin á sleðann, festum taugina í hann og
ljetum hann svo síga niður á við, en taugin var ekki nógu
löng, svo að við flugum niður á fótskriðu, en kófið þyrl-
aðist upp um okkur. Nú var eptir að finna förunauta
okkar. Við leituðum þeirra stundarkorn áður en við kom-
um auga á þá, þar sem þeir voru að grafa sleða sinn upp
úr snjódyngju. Þeir höfðu beðið hátt fall, en komið mjúkt
niður. Fyrst höfðu þeir farið fram af 8 m. háum hengi-
skafli og siðan oltið niður langa og bratta brekku. En
snjórinn var svo laus og djúpur, að þá sakaði ekki. Við
þóttumst hafa himín höndum tekið, er við fundum þá, og
nú hirtum við ekki að leika þennan blindingsleik lengur.
Þar sem við nú vorum, var gott skjól og tjölduðum við
því í snatri. Við höfðum farið 25 km. um daginn. Enn
urðum við fyrir þvi óhappi að matreiðslumaður velti 6 lítr-
um af sjóðandi hpfrasúpu yfir þann, sem næstur honum
var. En sá var, eins og við hinir, i þeim gerningabrókum,
er hvorki vann á vi. 'ur nje regn nje vatn sjóðandi, og sak-
aði hann ek.v., Var nú potturinn aptur settur yfir, en þá
duttu fyrst snjógleraugu niður í hann og síðan skíðasokkar
matreiðslumanns. Við veiddum hvorttveggja upp úr og