Skírnir - 01.01.1926, Blaðsíða 53
Skirnir]
Síra Jón prófastur Jónsson.
43
en í því skyni að afla sér frægðar með þeim hætti; þó
var sira Jón allvel hagmæltur, og til eru þau kvæði eftir
hann, sem hlotið hafa lof og talin vera snjöll (t. d. kvæð-
ið »íslenzkan«, sjá Minningarrit hans, bls. 184—86, sbr.
formála þess rits eftir Pál adjunkt Sveinsson, bls. VIII;
sjá enn fremur kvæði, sem nefnt er »Flokkur um Ingólf
Arnarson« og mun vera eftir síra Jón, prentað í 3. árg.
Andvara).
Ótalið er loks það rit síra Jóns, sem langvinsælast
hefir orðið og fróðlegast er rita hans; það er ritgerðin
»Um íslenzk mannanöfn,« sem birtist í Safni til sögu íslands
og islenzkra bókmennta, III. bindi (bls. 569—700). Hafði
höfundur hlotið fyrir það verðlaun úr sjóði Jóns Sigurðs-
sonar árið 1895, þó að útgáfa þess drægist um fjögur ár,
til 1899. Þetta rit er hvort tveggja í senn hið gagnlegasta
og skemmtilegasta aflestrar. Hefir það að geyma bæði
rannsóknir annarra fræðimanna á uppruna mannanafna og
einnig ýmsar skarplegar athuganir frá eiginbrjósti höfund-
ar; er í flestum atriðum svo frá gengið, að ekki verður
við hróflað, þótt í stöku stöðum kunni að orka tvímælis
eða síðan hafi komið fram betri skýringar í fáeinum atriðum.
Síra Jón var maður þjóðlegur í anda. Vildi hann láta
vanda sem bezt málfar allt, enda kemur það vel í ljós á
öllu, sem hann hefir skrifað; annað mál er hitt, að við-
fangsefni hans voru oftast svo vaxin, að ekki gátu vel
leyft fjör eða þrótt í rithætti. Þetta sama brýndi hann og
fyrir öðrum sí og æ; kemur ást hans á íslenzkri tungu
Ijóst fram í kvæði því, er áður getur (»íslenzkan«). Mál-
varnarmaður var hann fullkominn og flutti oft tillögur til
nýyrða og annarra umbóta í því efni.
íslenzkri prestastétt verður jafnan sómi að því, hve
margir prestar fyrr og síðar hafa verið drjúgvirkir í af-
skiptum sínum af fræðum og menntum þjóðarinnar. Einn
í tölu slíkra presta er síra Jón prófastur að Stafafelli, og;
skipar þar röð framarlega. Hlaut hann og það orð, með-
an hann var lífs, og voru veittar þær sæmdir, sem hér
þykja fræðimönnum maklegastar. Þrívegis hlaut hann verð-