Skírnir - 01.01.1926, Blaðsíða 150
140
Þjóðernisbarátta Finnlendinga.
[Skírnir
ari. »Vánta lite, kommer trax,1) sa Finn«, er orð-
tæki með Svíum. Hann er og seinn til reiði, ekki síður en
íslenzki bóndinn, sem Ebbesen barði, en reiðist illa þegar
hann reiðist. Hann á það til að vera bæði fámáll og marg-
máll. Hann er værukær heldur og tamt að fresta hlutun-
um til morguns og rusla þeim af, þegar alt er komið í
ótíma. »Ája, sa Finn, nár han lág i dike«, er
annað orðtak Svía um þá, er Iýsir þessu; og fyrsti Finnlend-
ingurinn sem ég kyntist, sænskur bóndi austan frá Viborg,
sem hafði verið að kynna sér hænsnarækt, að mig minnir
í Danmörku, fáraðist mjög yfir því, hvað Finnar væru latir,
þeir vildu ekki vinna nema 8 tíma á dag og þar fram eftir
götunum. Finninn er tryggur og fastur við fornar venjur
og breytir ekki útaf þeim óneyddur, hann er skyldurækinn
og löghlýðinn til hins ýtrasta, enda ann hann mjög þjóð-
frelsinu. Gestrisní,2) ráðvendni og guðhræðsla eru alt kostir,
sem prýða hann. Dulur er hann og seintekinn, en tryggur
vinur, þar sem hann tekur því, og þó hann taki ekki ofan
þegar hann mætir kunningja sínum á götu, þá er það ekki
af fúllyndi, heldur af því, að hann er annars hugar og sér
ekki vin sinn, fyr en hann er kominn fram hjá. — Ráða-
gerðamaður er hann enginn, en bardagamaður á við flesta.
Lítill framtaksmaður er hann, lætur auðæfin ósnert við
fætur sér og þótt hann sjái að hann þurfi aðeins að rétta
út höndina, þá fær hann sig ekki til þess. Hann er ekki
illa gefinn, en þarf vakningu; þó hann þyki latur heima-
fyrir, vinnur hann utanlands á við tvo eða þrjá. Hann
ann kvæðum, sögum, gátum og heilabrotum, hefur glögt
auga fyrir því, sem hlægilegt er í fari sínu og annara, og
kimir að þvi. — Eitthvað á þessa leið lýsir Topelíus Finn-
1) trax = strax, Finnar geta ekki kveðið að sanihljóða sam-
bandi í byrjun orðs.
2) Gestrisni er jafn nátengd kaffi og kökum i sveitum Finn-
lands og hún er á íslandi. En þar sem íslenzkir forðamenn sleppa
með 3 bolla, þá verða finskir gestir fyrst að diekka 3 bolla með
brauði, þá er hitað á könnunni á ný og aftur verða þeir að drekka
3 boila með brauði og svona gengur það þar til gesturinn gerir
vsr!:fall og fer.