Skírnir - 01.01.1926, Blaðsíða 137
Skírnir]
Um loftslagsbreytingar.
127'
um 1000 Þegar Þorbjörn frá Laugabrekku sigldi til Qrænlands »fengu;
þeir hafvillur og fórst þeim ógreitt.« Sótt kom í liðið og and-
aðist helmingur þess. »Sjó tók að stæra og þoldu menn hið.
mesta vos og vesöld . . en tóku þó Herjólfsnes á Grænlandí
við vetur sjálfan . . I þann tíma var hallæri mikið á Græn-
Iandi; höfðu menn fengið lítið fang, þeir er í veiðiferðir höfðu
farið, en sumir ekki aftur komnir. (Þorf. saga Karlsefnis, Grönl..
hist., Mindesmærker I 372).
1010—1012 » . . . Snemma kom á vetrarríki mikið og gerði þegar
jarðbönn. Um veturinn á Gói kom hríð mikil og hélzt híui
viku; það var norðanveður mikið.« Dreif þá hafis að landinu.
(Eyrbyggja 1895, bls. 46).
1024 Þormóður Kolbrúnarskáld fór til Grænlands. »Skip velkir úti
lengi; fá þeir veður stór . . . síð um haustið tóku þeir. Græn-
land« (Fóstbræðrasaga 1899, bls. 84).
1047 Frostavetur hinn mikli. (Þá var svo mikið frost, að vargar.
runnu á ísi milli Noregs og Danmerkur).
1051 (?) Fjárfellir mikill.
1056 Oaldarvetur hinn seinni eður óöld í kristni. Þá var manndauði
sem mestur á íslandi af sulti og alt etið, sem tönn á festi. Þá
sendi Haraldur konungur Sigurðsson til Islands 4 skip hlaðin mjöli.
1118 Þá varð óáran mikil á íslandi, bæði i skipbrotum og mann-
tjóni og fjárskaða, . . . og á það ofan manndauði sá um alt
landið, að enginn hafði slikur orðið síðan landið var bygt.
1120 »Þau misseri hafði verið svo míkill manndauði, að Sæmundur
prestur fróði sagði á þingi, að eigi mundi færri menn hafa and-
ast af sótt en þá voru til þings komnir«, en »þá reið drjúgum
hver bóndi til þings, er þá var á Islandi« (Isl. ann. 19, 112:
Bskps. I 31). Um 1100 voru bændur sem áttu að greiða þing-
fararkaup taldir 38 hndr. tólfræð, þ. e. 4560. Má þar af marka.
mannfallið.
1145 ís mikill (ísl. ann. bls. 114).
1184 »Þá var hallæri mikið« (Sturlunga I bls. 127).
1186 Fellivetur. Grasleysa mikil og óáran um vorið, og kom ekki
skip til íslands af Noregi. Þá var ilt til matar í héruðum.
1187 Nautafellir um alt land. Kom ekki skip frá Noregi.
1192 Sóttavetur. Dreif hross í héruðum hálfum mán. fyrir vetur. Dó
í Norðlendingafjórðungi af sótt og sulti 20 hndr. manna frá
vetumóttum til fardaga.
1197 Óöld mikil og isalög. Þungur vetur. Um þingtimann veðrátta
ill og ofanföll.
1198 Hallærimikið ogvatnavextirumaltland. Fellivetur mikill í Noregi.
1200 Hríðír miklar og veðrátta köld. Horfði til.hins mesta voðauog;
hallæris um alt land.