Skírnir - 01.01.1926, Blaðsíða 148
138 nÞjóðerisbarátta Finnlendinga. |Skirnir
hinum dularfulla anda, er öllu var æðri, bjó í þrumuskýinu
og enginn kunni að nefna öðru nafni en »hinn Gamla«.
Hann einn kunni orðsins list til hlítar og hann stjórnaði
heiminum og örlögum manna.
Þessi átrúnaður varð að víkja, eftir harðvituga baráttu
þó, fyrir kristnum dómi um miðja 12. öld. Síðan hafa
Finnar verið jafntryggir þjónar orðsins í þess nýiu merkingu
og þeir voru það í gamla skilningnum, en fjölkyngi sinni
hafa þeir haldið fram á þennan dag.
Það má ganga að því vísu, þótt fátt sé um það vitað
með fullri vissu, að Svíar þeir, er bygðu strendur og eyjar
Finnlands, hafi haft svipaðan átrúnað og menningu og gerð-
• ist í Sviþjóð og á Norðurlöndum yfirleitt um það leyti, og
þarf ekki að lýsa því nánar hér. Þótt þeir hafi að sjálfsögðu
•einatt átt í skærum við Upplendingana finsku, þá hefur þó
eigi kveðið meir að þeim ófriði en gerðist meðal finskra
þjóðflokka innbyrðis, og má kalla, að Finnar og Svíar hafi
lifað í friði og spekt. Eru mestar líkur til að þeir hafi snemma
■blandað blóði, þótt báðar þjóðir héldu máli sínu óskemdu;
og nú er allerfitt að gera greinarmun á finsku og sænsku
'fólki úr grannsveitum, enda vita menn nú með vissu, að
■í ýmsum Finna-sóknum, er næst liggja sænsku bygðunum,
eru sóknarmenn af sænsku bergi brotnir, þótt þeir tali finsku
og telji sig Finna. (I. Heikel: Folkkarakter, hárstamn. och
sprák. Kalender utg. av Sv. folksk. vánner 1924, bls. 62).
En þar sem stofninn er síður blandaður, fram við sjóinn í
skerjagarðinum og allra helzt á Álandi, er kynið hreint og
norrænt: þar eru menn Ijósir á hár og bláeygðir, háir vextir,
en grannir, fjörugir, frjálslyndir og hörundssárir nokkuð, ef
þeim þykir gengið á rétt sinn eða virðingu. í syðra Aust-
urbotni og Nýlandi eru þeir sjálfseignarbændur, en sjálf-
stæðir sjómenn í eyjunum og Álandi. Álendingar hafa ein-
ir allra sænskra Finnlendinga fengið talsverða sjálfstjórn í
eigin málum, þótt þeir lúti Finnlandi. Svíar þykja yfirhöfuð
fjörmenn meiri en Finnar og betur lagaðir til verzlunar og
framkvæmda en þeir. Aftur á móti þykja þeir minni til-
íinningamenn en Finnar og ekki eins hneigðir til heilabrota.