Skírnir - 01.01.1926, Blaðsíða 134
124 Um loftslagsbreytingar. [Skirnir
eru enn og sumir þeir ísar í þvi hafi, er með öðrum vexti eru, er Qræn-
lendingar kalla falljaka. Þeirra vöxtur er eftir því sem hátt fjall
standi upp úr hafinu og blandast eyvitar við aðra isa, nema sér
einum saman heldur hann.*1)
Þessi lýsing þarf engrar skýringar við. Hér er ísnum
lýst bæði að útliti og hátterni og jafnframt sagt, hvernig
sigla skuli að landinu. Fyrst er siglt í vestur frá íslandi
að ísbrúninni. Þá er stýrt í suðvestur og vestur með land-
inu, þar til mesta ísnum sleppir. Þá er siglt að landinu og
Hvarfsgnípa í Lundey sennilega notuð sem leiðarmerki.
Á þetta bendir gömul Grænlandslýsing,2) sem byrjar
þannig; »Grænland horfir í suðvestur. Syðst er Herj-
ólfsnes, en Hvarfsgnípa næst fyrir vestan................Þar
er stjarna er Hafhverf(?) heitir á austanverðu landi, þá
Spalsund, þá Drangey, þá Sölvadalur, hann er bygður aust-
ast. Þá Tófafjörður, þá Melrakkanes, þá Herjólfsfjarðarkirkja,
þá Helliseyjarfjörður«, og svo eru upptaldir firðir norður
með ströndinni. — Lýsingin nefnir Herjólfsnes og Hvarf
fyrst, af því að þar bar að landi. Síðan er landinu lýst fyrir
austan og vestan.
í Grænlandslýsingu ívars Bárðarsonar, sem mun vera
frumrituð á norrænu um 1400, en nú er aðeins til í danskri
þýðingu, er bæði lýst siglingarleiðum til Grænlands og taldir
upp helztu firðir og kirkjur. Einnig er þar sagt, að Vestri-
bygð hafi verið eydd að fólki, þegar á 14. öld, áður en
ívar Bárðarson fór af Grænlandi. Leiðarlýsing hans er hér
nokkuð stytt:
Frá Snæfellsnesi skal sigla 2 sólarhringa beint í vestur
og liggja þá Gunnbjarnarsker mitt á milli (!) Grænlands og
íslands, »þetta var gömul siglingaleið, en nú er kominn
svo mikill ís að áðurnefndum skerjum norðan úr Hafsbotnum,
1) Konungsskuggsjá. Khöfn 1920, bls. 67—68.
2) Grönlandiae vetus Chorographia á afgömlu kveri. Afrit
Björns Jónssonar frá Skarðsá (d. 1655) í A M 115,8°. Þessi fjarða-
skrá heldur 0. Pettersson að sé lýsing á siglingaleið Eiríks rauða
og lætur Hafhverf þýða leiðarmerki (eða vita?) á suðurodda Græn-
lands. Þetta er blátt áfram heilaspuni. Annars er vafasamt, hvort
orðið Hafhverf er rétt lesið eða hvað það á að þýða.