Skírnir - 01.01.1926, Blaðsíða 82
72
Lestur og lesbækur.
[Skírnir
börnin, ítarlega og skilmerkilega, áður en kæmi að beinu
námi, og þá helzt þannig, að efni hvers kafla væri krufið
til mergjar, áður en »sett er fyrir«. Ókosturinn við það
lag mundi vera sá, að undirbúningurinn tæki svo mikinn
tima, að sáralítill tími yrði eftir til náms, því að hætt er
við, að áhugasömum kennurum gengi illa að fella úr kenslu-
bókunum það, sem þyrfti, til þess að þetta lag gæti blessast..
Hinn vegurinn væri sá, að haga svo lesbókum þeim,
sem notaðar eru til lestrarkenslu, að þær undirbyggju sem
mest og bezt þær námsgreinir, sem börnunum er síðar ætl-
að að fjalla um. Með því móti færi enginn tími beint for-
görðum. En þó væri ekki nóg, að efnið væri í bókunum,,
heldur yrðu lestrarkennarar að hafa undirbúning námsins í
huga, mættu aldrei gleyma því, að það er ekki nóg að gera
börnin stautfær eða sæmilega læs, heldur verða þau einnig
að hafa alt það gagn af efninu, sem hægt er. Það verður
að blása lífi í alt, sem lesið er, bæði vegna lestrarins sjálfs
og eins vegna hins, sem við tekur.
Nú er næst að athuga, hvernig lesbækur vorar rækja
þessi skilyrði undirbúningsfræðslunnar, hversu mikið er af
efni í þeim, sem styður og stendur í sambandi við fram-
haldsnám barnanna. Ræði ég þá hvorki um stafrófskver
né allra fyrstu lesbækur, heldur þær bækur, sem eru not-
aðar við lestrarkenslu, þegar börnin fara að geta lesið sér
ofurlítið til gagns. Samkvæmt skólaskýrslu Barnaskólans
í Reykjavík síðasta ár, en við þann skóla miða ég flest það,
sem síðar verður sagt, voru þar aðallega notaðar Iesbækur
þær (3 bindi), sem próf. Quðm. Finnbogason, Jóh. Sigfús-
son yfirkennari og Þórh. Bjarnason biskup gáfu út. Nokk-
uð var jafnframt lesið í lesbókum skólans, en það voru
barnasögur og sagnaþættir Hallgr. Jónssonar, sögur Tope-
líusar, Æskan, Unga ísland, sögur Jóns Sveinssonar, dýra-
fræði Jónasar Jónssonar, veraldarsaga Rolfsens, Gunnlaugs-
saga, Hrafnkelssaga og lestrarbók Sig. Nordals. Notkun
þessara aukabóka er spor i rétta átt, en hvorki verður séð,
hversu mikið þær hafa verið notaðar né hvernig, né heldur
hvaða bækur í hverjum bekk; þó má ætla, að þær hafi