Skírnir - 01.01.1926, Blaðsíða 92
82
Lestur og lesbækur.
[Skímir
breiðari. Hann biður þau að telja menn og bíla, sem fara
framhjá á 5 mínútum, og segir þeim að hugsa sér, að jafn-
margir hefðu farið framhjá á einni mínútu eða 5 sekúndum..
Þegar honum hefur tekist að vekja svo ímyndunarafl barn-
anna, að þau þykjast geta skynjað þetta, þá er þau farið
að gruna, hvernig útlit stórborgar er og umferðin á göt-
unum. Síðan fer kennarinn með þau í bekkinn sinn og
sýnir þeim stórborgarmyndir, sem nú verða miklu lífmeirl
fyrir það, að börnin hafa séð eða hugsað sér stærð og
hreyfingu áður. Hann ræðir þetta um stund við börnin.
Þá fyrst er mál til komið, að börnin lesi kafla þann í lesbók-
inni, sem lýsir stórborg. Þá koma þau ekki að alókunnugu
efni, og lesturinn verður allur annar en hann mundi vera,
ef alt væri undirbúningslaust. Þekkir ekki hver maður það
af eigin reynslu, að þeir eru fáir, þótt fulllæsir séu taldir
og fullþroska, sem lesa vel alókunnugt efni? Og mundi
þá ekki ástæða til að ætla, að enn meira beri á þessu
hjá börnum?
Annað atriði, sem hver kennari ætti að athuga er það,
að börnin þurfa við og við, helzt oft, jafnvel í hverri kenslu-
stund, að heyra annað en stautið í sjálfum sér. Kennarinn
verður að lesa upp fyrir þeim og láta þau fylgjast með
og síðan lesa sjálf upphátt. Nú er ekki öllum kennurum
laginn góður lestur. Fyrir því þyrfti að láta gera góðar
grammófónplötur, þar sem ágætustu upplesarar læsu valda
kafla úr lesbókunum og söngmenn syngju úrvalskvæðin.
Plöturnar ætti að selja gjafverði (fyrir tilstyrk ríkisins) og
hver skóli ætti að eignast ódýran grammófón.
Ég tók það fram áður, að lesbækurnar ættu ekki
að vera kenslubækur, og því er það auðvitað ekki til-
ætlun mín, að börnin lærðu beint alt það, er í bókunum
stæði. En vel ætti við, að börnin væru látin festa í minni
alt það úr bókunum, sem máli skiftir. Oft þyrfti ekki annað
til þess en að rifja upp aftur eftir nokkurn tíma það, sem
hefur verið rætt og lesið, og þó að börnin yrðu stundum
að fara aftur yfir þrautrædda og vel lesna kafla í heima-
húsum, ætti það ekki að vera nein raun, því að lestrar-