Skírnir - 01.01.1926, Blaðsíða 103
Skírnirl
Jesúítareglan.
93
hafa lofað að lifa í stöðugri fátækt, skírlífi og hlýðni við
foringjann sem og að leggja alúð við kenslu, 2.) prest-
vígða kóaðjútora, sem vinna sömu heit nema hið síðasta,
en fást þó við kenslu, 3.) kóaðjútora úr leikmannaflokki
bundna sömu heitum, sem að eins fást við líkamleg
störf, 4.) skólastíkara, sem vinna sömu heit, en eru að búa
sig undir að taka prestvígslu og færast upp í 1. eða 2.
flokk og 5.) »indifferentes«, þá sem óvíst er í hvaða flokki
lenda; það eru þeir sem eru að búa sig undir inngöngu í
regluna, novícar og kandídatar, sem eru fyrstu stigin. Eng-
inn ræður því, í hverjum flokki hann lendir, því ræður for-
inginn. Reglubræðrum er bannað að þiggja nokkra kirkju-
virðingu utan reglunnar, eða seilast eftir þeim.
Það hefur verið staðhæft að auk þessa væri enn einn
flokkur til innan reglunnar, »affiliati,« en honum haldið leynd-
um. í honum væru leikmenn, sem ynnu hlýðniheit við
regluna, en lifðu að öðru leyti utan við hana í borgaralegu
lífi. Jesúitar harðneita þessu, en það er hægt að sanna bæði
með ákvæðum þeirra sjálfra, og með öðru móti (Sjá Constitu-
tiones reglunnar V, 1, Declar. A. í Institutum Soc. Jesu, Prag
1757 I, 181, The Jesuit Relations and allied Documents,
Cleveland. s. a. XXI 293 ff., Theiner: Ges. des Pontificats
Klements XIV. Lpz. 1853 II. 321 o. s. frv.), að það hlýtur
að vera mót betri vitund. Er það óskiljanlegt pukur, því
þetta hafa aðrar reglur opinberlega. Er það til að hafa
betri not af bræðrunum? Eða þá af hræðslu við þær of-
sóknir, sem reglan oft hefur orðið að þola?
Æðsta vald innan reglunnar hefur foringinn — gene-
ralinn. — Hann er kosinn æfilangt af aðalþingi Jesúíta,
en á því sitja tilkosnir prófessar. Hann er fullkomlega ein-
valdur. Yfir honum er þó aðalþingið, sem getur sett hann
af, ef með þarf. Svo er og settur til höfuðs honum áminn-
andi — admonitor, — en vald hans nær ekki til annars en
dagfars foringans og einkalífernis, og hefur að öðru leyti
ekkert vald yfir honum. Honum til aðstoðar í stjórn regl-
unnar eru fimm aðstoðarmenn skipaðir af aðalþinginu. Allri
reglunni er skift í fimm aðstoðardeildir, en þeim í héröð.