Skírnir - 01.01.1926, Blaðsíða 144
Þjóðernisbarátta Finnlendinga.
Eftir Stefán Einarsson.
Einkennileg atvik urðu því valdandi, að ég fór til
Finnlands haustið 1924 og dvaldi þar við nám á háskólanum
um veturinn, en var fram á mitt sumar þar vestur með
sjó í sveit, sem Bromarv heitir. Þau kynni, sem ég hafði
af landi og þjóð, eru mér svo hugstæð fyrir sakir gestrisni
þeirrar og vinarþels, er ég mætti, hvar sem ég kom, að
ég vildi gjarnan geta launað vistina með því að segja lönd-
um mínum eitthvað af þessum fjarlægu frændum þeirra og
vinum; því að mér er óhætt að fullyrða, að Finnlendingar
bera eigi síður vinarþel til íslands og íslendinga en þær
Norðurlandaþjóðirnar sumar, sem nær okkur standa.
En frá hverju ætti ég helzt að segja? Ég býst við, að
allmörgum íslendingum sé líkt farið og mér, þegar ég sté
fyrst fótum á Finnland, að ég vissi næsta lítið um það.
En ætti ég að segja frá öllu, sem frásagnar er vert um
land og þjóð, þá mundi mig skorta tíma og rúm, því að frá
mörgu er að segja. Ég hef því heldur kosið að reyna að
lýsa einu atriði í þjóðlífinu, af því að það kemur svo víða
við og setur mjög svo sérkennilegan svip á það alt. Þetta
atriði er þjóðernisbaráttan, sem stendur milli þjóðanna,
er byggja landið, og skal ég um leið reyna að lýsa þeim
sjálfum nokkuð.
Það sem gesturinn veitir einna fyrst eftirtekt, er hann
hefur stigið á land í hinum fagra höfuðstað Finnlands,
sem í fljótu bragði minnir á Edinborg með granítklöppum
sínum, er hinn merkilegi tviskinnungur, sem leiðir af því
að tvær þjóðir búa í landinu. Allar götur bera tvö nöfn,
sænskt og finst, sem oft eru eins ólík eins og dagurinn