Skírnir - 01.01.1926, Blaðsíða 100
'90
Jesúítareglan.
[Skírnir
lögðu svo að ári liðnu upp til Rómar. Áður settu þeir sér
þó fyrstu reglurnar um daglegt líferni og tóku upp nafnið
Societas Jesu — hersveit Jesú. Það er bersýnilega mynd-
in úr heræfingunum andlegu á 4. degi 2. viku, sem vakir
fyrir Ignatíusi, er hann velur nafnið: »Fyrst er söguleg
hugleiðing Krists annars vegar, en Lucifers hinsvegar, og
kalla þeir alla menn saman til að berjast undir inerki sínu.
Annað er að lýsa staðháttum, er það víður völlur hjá Jór-
sölum, þar sem Jesús Kristur fylkir liði svo sem æðstur
guð allra góðra manna. Síðan er annar völlur hjá Babýlon,
og gjörist Lucifer foringi allra vondra manna og harðsvír-
aðra.« (Exerc. spir. 2. hebd. 4. die í Libri instituti S. J.
Antw, 1635, 13 bd.). Það eru hinar dauðu Jórsalavonir Ig-
natiusar, sem eru að ganga aftur.
Þegar til Rómar kom, voru þeir félagar orðnir 11 og
unnu nú eitt heitið enn, að gjöra alt, sem páfi skipaði þeim,
og fara hvert á land, sem hann byði, möglunar,- skilyrðis,-
og kauplaust. Þetta heit er aðalhyrningarsteinn reglunnar,
sem hún sækir allann kraftinn í — skilyrðislaus, hermann-
leg hlýðni. í Róm mætti reglan töluverðri mótspyrnu, var
jafnvel grunuð um villutrú, og komu þær árásir helzt frá
Ágústínusmunkum. En páfanum, sem var orðinn misjöfnu
vanur — alstaðar voru menn að ganga undan merkjum hans —
brá þægilega, þegar honum þarna bauðst sveit af ungum,
gáfuðum, áhugasömum og einlægum mönnum, sem vildu
gjöra vilja hans í hvívetna. »Þetta er fingur guðs,« sagði
Páll III., honum þótti, sem þarna kæmi hjálpin. 27. sept-
ember 1540 staðfesti hann regluna með bullunni »Regimini
militantis ecclesiæ« (þ. e. Stjórn hinnar stríðandi kirkju), og
en af nýju og til fullnustu 1543.
1541 var Ignatíus kosinn forstöðumaður reglunnar og
stýrði hann henni til dauðadags 31. júlí 1556. 1609 var
leyft að telja hann í helgra manna tölu (beatificatio), og
1622 var hann að fullu tekinn í félag helgra manna (ca-
nonizatio).
Hvað sem Jesúítareglunni líður var Ignatíus dýrðar-
maður, hugsjónamaður, hreinn og heilagur í líferni sínu. —