Skírnir - 01.01.1926, Blaðsíða 232
218
Ritfregnir.
Skírnir
hve miklu hann hefir afkastað. Og það verður ekki með neinni
sanngirni ætlast til þess að maður, sem á við slik starfskjör að búa,
og afkastar þó svo miklu, geti fágað svo mál og frásögn, að galla-
laust sé. Hann hefir blátt áfram engan tíma til þess. Er þetta sagt
vegna þess, að sumir hafa fundið sögum Sigfúsar til foráttu galla á
frásögn og máli. Satt er það, að sögur hans jafnast að þessu leyti
ekki alt af við sögur Jóns Árnasonar eða Brynjólfs frá Minnanúpi.
En þeir gallar eru algert aukaatriði. Frásagnarsnið Sigfúsar hefir
líka ýmislegt til síns ágætis. Frásögn hans er ávalt látlaus og laus
við alla tilgerð. Stundum tekst honum að gera hana svo ljósa og
lifandi, að lesandanum finst hann vera viðstaddur atburði þá, er frá
er sagt, finst hann vera staddur hjá smalanum, sem bíður hríðar-
teptur í myrkrinu í beitarhúsunum, eða sitja hjá fólkinu í baðstof-
unni, þegar draugurinn ólmast undir pallinum og hundarnir ærast í
göngunum. Þann kost hefir og 'frásögn Sigfúsar, sem beztur er í
þjóðsagnaritun. Hann segir alt af frá með sannfæringu. Það bregður
aldrei fyrir hjá honum kuldaglotti efasemda eða vantrúar. Verk hans
öll bera þess vott, að þau eru unnin af ást á islenzkum alþýðufræð-
um. Málfar hans hefir þann kost, að hann notar fjöldamörg góð
orð fátíð, úr alþýðumáli. Munu vera ekki fá orð í 3. bindi sagna
hans, sem ekki eru enn komin i íslenzkar orðabækur.
Hvar sem væri, mundi verk eins og það, er Sigfús hefir af
hendi leyst, talið stórvirki og það þótt höfundur þess hefði átt við
margfalt betri starfskjör að búa, en Sigfús hefir átt. Flestar þjóðir
mundu telja þeim manni vandlai^nað, sem auðgaði þær svo mjög.
Sigfús hefir enn þá lítil laun hlotið fyrir störf sin. Kunnugir menn
kunna langa sögu að segja af því, hversu örðugt honum veitti að
fá útgéfendur að safninu. Skal sú saga eigi rakin hér. Þegar út-
gáfan svo loksins hefst gengur hún svo dræmt, að með sama áfram-
haldi og hingað til hefir verið. verður henni ekki lokið fyr en eftir
nokkra áratugi. Sjálfur er Sigfús orðinn aldraður maður og ófær
til vinnu og býr að sögn við þröngan kost. Má þetta eigi svo
búið standa. Alþingi verður að hækka fjárveitinguna til hans svo,
að hann hafi nóg fyrir sig að leggja, það sem eftir er æfinnar.
Útgáfu safns hans verður að halda áfram og ljúka henni sem fyrst,
og ætti að veita styrk til hennar af almannafé, sé þess þörf.
Ég get þess með þökkum, að um æfikjör Sigfúsar hefi ég
notið upplýsinga skilriks manns, er honum er kunnugur. 0. L.
Guðmundur G. Bárðarsson: A Stratigraphical Survey of
the Pliocene Deposits at Tjörnes, in Northern Iceland. (Det
kgl. danske Vidensk. Selsk. Biolog. Meddelelser IV, 5. Kbh. 1925).
Hallbjarnarstaðakambur á Tjörnesi er með kunnustu stöðum hér
á landi. Hann hefir það til síns ágætis, að hafa geymt skeljar frá