Skírnir - 01.01.1926, Blaðsíða 210
jSkirnir
Í96
Sálarlifið og svipbrigðin.
margs konar lög, og hvaða lög eru leikin og hve vel þau
hljóma, það fer mjög eftir hljóðfærameistaranum. Góður
listamaður getur úr miðlungs-hljóðfæri náð tónum, sem
klaufinn fær ekki úr bezta hljóðfæri. En allar slíkar sam-
líkingar eru ófullkomnar. Maðurinn er langt um æðri dauð-
uin hljóðfærum. Hann er hljóðfæri, sem að miklu ieyti
smíðar sig sjálft með hugsunum sínum og breytni og mót-
ast af þeim. Hvergi veit ég þvi betur lýst, hvernig andinn
mótar andlitið og birtist í svipnum, en í kvæði Bjarna
Thorarensens um frú Rannveigu Sívertsen:
Óttist ekki eili
lsalands meyjar,
þó fagra hýðið ið hvita
hrokkni og fölni,
og brúna logið i lampa
ljósunum daprist,
og verði rósir vanga
að visnuðum liljum.
Þvi þá fatið fyrnist
fellur jiað betur að limum
og lætur skýrar i ljósi
lögun hins innra.
Fögur önd ásýnd gamals
mun eftir sér skapa,
og ungdóms sléttleik æðri
á það skrúðrósir grafa.
Og síðar segir hann:
Og þó hún kvala kendi
af kvillum í elli,
brúna jafnheiðskir himinn
hugar ró sýndi.
Dauða næst bjartlegast brosti
blíðlyndið henni’ úr augum,
var sem önd leitaði ljóra
og liti til veðurs.
Eru þetta að eins skáldleg orð, eða er það sannleikur-
inn blátt áfram? Vér skulum fyrst athuga samlíkinguna
um fötin. Það er eflaus reynsla, að fötin laga sig með
aldrinum eftir líkamanum, sem ber þau, togna meira á
sumum stöðum en sumum, fá á sig fellingar, er verða
dýpri og erfiðari úr að slétta, því eldri sem þær verða, og
allar þessar breytingar fara eftir vaxtarlagi og hreyfingum
líkamans, sem innan i er. En líkaminn er fastur og áþreif-
anlegur hlutur eins og fötin, og vér þykjumst skilja, að
þyngd fatanna annars vegar og viðnámið, sem líkaminn
veitir þeim hins vegar, gefur þeim þá lögun, er þau fá.
En ef vér nú aftur teljum líkamann klæði sálarinnar og
segjum, að hún móti hann eftir sér eins og líkaminn fötin,
þá er sá munur á, að það, sem vér köllum sál, er ekki
áþreifanlegt eins og klæðin, og ef til vill hugsar einhver,