Skírnir - 01.01.1926, Blaðsíða 126
116
Um loftsíagsbreytingar.
[Skírnir
leggur undir sig. Sé sú hugmynd rétt, má auðvitað búast
við öllu. Það getur þá eins hugsast, að við lendum loks
suður í hitabelti eða alveg norður á heimsskauti. Wegener
hefur með sinni hugmynd reynt að skýra þær loftslagsbreyt-
ingar, sem virðast hafa átt sér stað á fyrri jarðöldum og
fært allgóðar líkur fyrir máli sínu. — Geta má þess, að
hann álítur ekki að neinar verulegar breytingar hafi orðið á
loftslagi síðan sögur hófust.1) Áður en ég sný mér að
einstökum atriðum, verð ég að gera nokkra grein fyrir,
hvað alment er átt við með loftslagi og Ioftslagsbreytingum.
Loftslag á hverjum stað má skilgreina sem lífs-
skilyrði þau, sem veðrið að jafnaði veitir lífverum, sem þar
hafast við. Þetta ætti nokkurn veginn að svara til þess sem
vér nefnum meðalár. Slæm ár og góðæri skiftast á innan
vissra takmarka, en meðallag þeirra virðist haldast óbreytt.
Full vissa fyrir að svo sé nær þó aðeins til síðustu 100
ára eða tæplega það, því að vísindalegar veðurathuganir
ná ekki lengra.
Loftslagsbreytingar geta aðallega verið með
þrennu móti:
1. Skammvinnar sveiflur, þannig að skiftist á góðir og
slæmir árabálkar með tiltölulega stuttu millibili. T. d. er
nokkurn veginn víst, að slíkar smábreytingar endurtaki sig
á 11 ára fresti fyrir mismunandi geislamagn frá sólunni.
Ennfremur eru svonefnd Briicknerstímabil, h. u. b. 35 ár eða
því sem næst 3 sólblettatímabil, — þessar stuttu sveiflur
mega þó fremur heita einkenni á loftslaginu en breytingar,
og hafa enga þýðingu í því sambandi, sem hér er um að ræða.
2. Langvinnar sveiflur, sem endurtækju sig með margra
mannsaldra eða alda millibili. Þær mundu hafa miklu víð-
tækari áhrif. Setjum að meðalárið breytist smámsaman
svo mikið til hins betra í landi nokkru, að hægt sé að
breyta þar um atvinnuvegi og taka upp ræktun nytjajurta,
sem ekki þrifust þar áður. En svo versnar loftslagið aftur
eftir nokkra mannsaldra — illærum og uppskerubrestum
1) Köppen — Wegener, Die Klimate d. geologischen Vorzeit.
Berlin 1924, bls. 250.