Skírnir - 01.01.1926, Blaðsíða 141
Skirnir]
Um loftslagsbreytingar.
131
legt, hvernig þessi bútur hafi komist svo djúpt í jörðu, nema
hrun úr þaki og veggjum hafi Iagst ofan á hann.
Að svo stöddu álít eg því, að dýptarákvarðanir í
kirkjugarðinum séu varla svo vissar, að þær geti talist
nægileg sönnun þess, að jörð hafi þiðnað dýpra niður á
Grænlandi fyr á öldum en nú. Vonandi fæst meiri vissa
í þessu efní, þegar hægt verður að rannsaka fleiri kirkju-
garða á Grænlandi og bera saman útkomuna. —
Sumir klæðnaðir þeir, sem fundust að Herjólfsnesi, báru
sama snið og tíðkaðist í Evrópu í byrjun 15. aldar. Dr.
Nörrlund fullyrðir því, að Grænlendingar hafi haft viðskifti
og samgöngur við umheiminn þangað til seint á 15. öld,
að minsta kosti. Þær menjar, sem á þetta benda, liggja
engu síður djúpt í jörðu en þær, sem eldri virðast. Með
öðrum orðum: Eftir að verstu harðindin eiga að
hafa náð hámarki, var jörð á Grænlandi jafn
stunguþíð og áður hafði verið. Sé niðurstaða dr.
Nörrlunds rétt, kollvarpar hún því algerlega staðhæfingum
þeirra Bull’s og Pettersson’s um harðindin á 14. öld. —
Það er ekki fyr en á 16. öld, að loftslag og íshindranir
g æ t u hafa versnað að staðaldri — ef ekki, sem sagt, aðrar
orsakir valda því, að sumar grafmenjarnar að Herjólfsnesi
lágu í sifeldum klaka.
Þegar litið er á tímatakmörkin, sem nefnd hafa verið
sem byrjun eða hámark harðindanna, eru þau svo ósam-
hljóða að undrun sætir:
Bull nefnir tímabilið 1291—1392, sem versta harðihda-
bálkinn. Pettersson segir, að á árunum 1291—1348 »komu
erfiðir tímar.« Því næst kemur hámark harðindanna 1433.
Og loks segir hann, að það hafi verið um 1600, sem ís-
hindranir byrjuðu fyrir alvöru við Labrador og fóru að
nálgast það, sem nú er. En árferði nú á dögum ætti eftir
öðrum bollaleggingum hans sízt að vera lakara nú en um
1600. Ef gengið er út frá hámarki harðindabálksins um
1430, ætti veðurfar 20. aldar að svara til þess sem var á
10. öld, þegar alt á að hafa leikið í lyndi á íslandi og Græn-
9*