Skírnir - 01.01.1926, Blaðsíða 99
Skírnir]
Jesúitareglan.
89
hefur átt á síðari öldum. Síðar bættust Jakob Laynez, Alphons
Salmerone, Nikulás Bobadilla og Símon Rodriguez, allir Spán-
verjar, í hópinn, og voru þeir nú 7 talsins. 15. Ágúst 1534
komu þeir saman í stúku í Frúarkirkju á Píslarvottarhálsi
(Montmartre) í París, hlýddu messu, létu husla sig og sóru
síðan að ljúka námi sínu, og lifa þar eftir við algjörða fátækt
í Jerúsalem, og kosta þar kapps um að snúa Serkjum til
sannrar trúar. En ef það skyldi ekki takast, skyldú þeir
bjóða páfanum þjónustu sína, hvert sem hann vildi senda
þá, og mættu þeir enga umbun taka fyrir.
Þar með var Jesúítareglan að vísu stofnuð, en langt
var þó enn í land. Bræðurnir þurftu að Ijúka námi, setja
sér reglur og fá þær staðfestar. Markmiðið var enn Jerú-
salem eins og hjá Ignatíusi í öndverðu. Ignatíusi var enn
ekki orðið Ijóst, að annað starf biði hans, enda voru það
aðrir en hann, sem bentu reglunni á sviðið, sem fyrir henni
lægi. Varnaglinn í heitinu sýnir það eitt, að þeir félagar hafi
rent grun í, að ekki yrði greiðara um Jerúsalemsferð fyrir
þeim, ,en Ignatíusi forðum.
Loks eru þeir félagar 1537 komnir til Feneyja. Það var
mikil verzlunarborg enn þá, þó nokkuð væri henni hnign-
að eftir að Vasco da Gama fann sjóleiðina til Indlands (1498)..
Þaðan voru ágætar samgöngur við mestallan heim. Ætluðu
þeir félagar að komast þaðan til Jerúsalem. En það vildi
ekki takast, því altaf varð eitthvað að tálma. Eitt sinn
ófriður milli Feneyja og Tyrklands, og svo í sitt sinnið
hvað. Var Ignatíus að lokum farinn að verða allvondaufur.
En í Feneyjum kyntist hann spánýrri, reglu, Theatína-
reglunni og yfirmanni hennar Caraffa kardínála, sem síðar
varð páfi með nafninu Páll IV. Ekki var Loyola að öllu
ánægður með reglu Theatína, en hitt er víst, að um eitt
atriði varð sú regla fyrirmynd hans, þegar útséð var um
Jórsalaförina. Hann og félagar hans tóku þá prestsvígslu að
dæmi Theatína. Faber einn hafði áður verið vígður til
prests. Eftir það fóru þeir til Vicenza skamt norðvestur
af Feneyjum. Voru þeir úrkula vonar um Jórsalaferð og
hófu því að prédika þar á strætum og gatnamótum, en