Skírnir - 01.01.1926, Blaðsíða 95
Skirnir]
Jesúítareglan.
85
ar á sameiginlegum grundvelli þess skilnings, að ástandið,
sem er, sé óhafandi: Mussolini — Lenin.
Á siðaskiftaöldinni var aðstaðan að flestu eins og nú,
nema hvað deilt var um vald kirkjunnar yfir einstakling-
unum og að síðustu um kenningar hennar, og nöfnin tvö
voru: Lúther — Loyola.
Óháðir hver öðrum voru þeir. Starfsemi Loyola, sem
kom miklu síðar til skjalanna en Lúther, var í engu sprottin
af byltingu Lúthers eða hafin til þess að veita henni við-
nám, þó að það auðvitað ósjálfrátt yrði endirinn. Þeir voru
ólíkir í skilningi sínum á því, hvað gjöra bæri, en samstæð-
ir í vissunni um, að ekki mætti við svo búið standa og
urðu á svipaðan hátt leikfang tilviljunarinnar — sögunnar.
Lúther stofnaði trúarfélag það, sem við hann er kent, en
Loyola Jesúítaregluna, — Societas Jesu, hersveit Jesú, er
lögheiti hennar, — þá stofnun sem þegar fram í sótti hefur
vakið upp mesta samúð og mesta andúð alt fram á þennan
dag bæði utan og innan kirkjunnar. Vinir hennar og fjand-
menn.hafa verið jafnt leikir sem lærðir, páfar, biskupar og
prestar. Loyola var enn ekki dáinn, þegar Sorbonne há-
skólinn í París lýsti þvi yfir 1. des. 1554, að Jesúítareglan
kæmi »leikum og lærðum í vandræði og kæmi kærum,
málssóknum, öfund, ófriði og sundrungu af stað hjá al-
menningi«, og »því sýndist reglan skaðvæn trúnni og lík-
leg til að rjúfa frið kirkjunnar.« Og undir þessi ummæli
tók erkibiskupinn í París og aðrir franskir biskupar. Man-
ning erkibiskup af Westminster (f 1892) hafði 1890 samið
skrá yfir níu helztu hindranir fyrir því að kaþólsk trú breidd-
ist út með Englum. Er ekki orðlengt um hina níundu, það
voru stafirnir S. J., hin venjulega skammstöfun á nafni
reglunnar (Purcell: Life of Card. Manning, London 1895 I,
VII), og mælir hann svo víðar og færir rök að. Hinsvegar
er hinn frægi þýzki og lútherski sagnfræðingur Leopold v.
Ranke mjög hliðhollur reglunni, og ber í ritum sínum al-
staðar í bætifláka fyrir hana. — Það þarf því enginn að ótt-
ast að fella á sig bann af sjálfu verkinu, þó að hann sé
myrkfælinn við Jesúítaregluna. — —