Skírnir - 01.01.1926, Blaðsíða 58
48
Stjömu-Oddi.
[Skírnir
lega haía bygt á ummælum prófessors Eiríks Briems í Af-
mælisritinu bls. 8. Þau eru á þessa leið: »Nú er í Odda-
tölu sagt, að sumarsólstöður sjeu 15. júni, nema næsta ár
fyrir hlaupár 16. júní, en vetrarsólstöður ætíð 15. desem-
ber. Þetta hefir aldrei getað átt sér stað samtímis, enda
er sýnilegt, að aðeins aðrar sólstöðurnar eru ákveðnar með
athugun, en hinar sólstöðurnar með því að reikna þær
hálfu ári fyr eða síðar. En þetta er eigi rétt, því að frá
sumarsólstöðum til vetrarsólstaðna er meira en hálft ár, af
því jörðin er á þeim tíma fjærst sólunni og því seinfær-
ust á braut sinni«. Eftir þessum orðum að dæma hefir E.
Br. eigi aðgætt að taka með í reikninginn, að sólarná-
mundi (perihelium) jarðar breytir smámsaman afstöðu sinni
við sólstöðurnar. Þótt þessi breyting sé hægfara, kemur
hún þó hér til greina.
Á fyrri hluta 12. aldar, en þá er sennilegast, að Oddi
hafi gert athuganir sínar, var sólarnámundi jarðar rúmum
2 dögum fyrir vetrarsólhvörf, en nú er hann rúmum 11
dögum (sólarhringum) eftir sólhvörfin.
Vegna þess að svo skamt var á milli sólarnámunda og
sólhvarfa á dögum Stjörnu-Odda, voru sumarsólhvörf hálfu
ári, eða þvi sem næst, frá vetrarsólhvörfunum. Það virðist
því ekkert vera á móti því, að Oddi hafi getað athugað
bæði sumarsólhvörf og vetrarsólhvörf.
Það er nú ástæða til að athuga betur, hvernig Stjörnu-
Odda hefir tekist ákvörðun sólhvarfanna.
Oddi segir, að vetrarsólhvörf verði í hlaupári nóttina
milli þess 14. og 15. desember kl. 12 á lágnætti.
Á 1. ári eftir hlaupár 15. des. kl. 6 f. hádegi.
Á 2. ári eftir hlaupár 15. des. kl. 12 á hádegi.
Á 3. ári eftir hlaupár 15. des. kl. 6 e. hádegi.
Um árið 1100 voru vetrarsólhvörf á þeim tíma, sem
Oddatala segir, en sumarsólhvörfin um 1120 koma heim
við Oddatölu. Ef Oddi hefði gert athuganir sínar um 1110,
hefði munað mjög litlu frá því, sem Oddatala segir bæði
um sumarsólhvörf og vetrarsólhvörf. Vetrarsólhvörfin voru