Skírnir - 01.01.1926, Blaðsíða 102
92
Jesúitareglan.
[Skírnir
Það hlýtur að hafa verið hægt að ná tali af honum þá..
En hinir vissu að kirkjan var góð, og að hægt væri að
lækna hana, en að ekki mætti fara með neinum galsagangi
meðan yfirvöldin höfðu ekki rankað við sér. En það skyldu
þeir líka, að fyrsta skilyrðið var, að skapa innri vakningu
almennings, ef nokkru ætti að verða áorkað. Fyrsta og
jafnvel einasta aðferðin til að koma því af stað, hlaut að
vera að fá presta, sem gæfu sig að sálnahirðingu. Sókn-
arklerkana, sem fyrir voru, var vitanlega ómögulegt að rífa
upp úr svellinu. Frá klaustrunum var einkis að vænta,
munkarnir voru ýmist soknir í býlífi, eða þeir lifðu eins og
hálfgerðir yogar, horfandi inn og upp, engum til gagns nema
sjálfum sér. En auk þess var tíðasöngskvöðin sá baggi,
að frá henni varð enginn tími afgangs til sálnahirðingar.
Þeir, sem umbæta vildu, sáu, að þeir urðu að koma upp
flokki nýrra starfsmanna fyrir kirkjuna við hliðina á þeim
ónýtu, sein fyrir voru. Það varð að stofna nýjar reglur..
Ekki reglur, sem sneru verkunum inn, eða .höfðu að mark-
miði það eitt að sjá fyrir sálarheill reglubræðra einna,
heldur ynni fyrir alla heildina. Enga munkareglu, heldur
félagsbundna presta. Þetta hafði Caraffa skilið, og á þeim
grundvelli bygði hann Theatínaregluna. Frá henni fékk Ig-
natius hugmyndina, en hann fór eftir henni með fullkom-
inni samkvæmni. Jesúítareglan var félag heitbundinna sálna-
hirða, sem að vísu höfðu sameiginlegar guðræknisiðkanir, en
aðallega fengust við 1.) að prédika fyrir alþýðu, — prédik-
un var, þó að lögskipuð væri, löngu komin úr »móð«, —
2.) að hlýða skriftamálunum, og leiða alþýðu um brautir
iðrunar til dygðugs lífernis, — prestarnir voru hættir að
nenna að fást við það — og 3.) að kenna bæði unglingum
og öðrum svo, að þekkingin yrði hyrningasteinn undir trú
úr hlöðnum rökum. Reglan söng ekki tíðir á kóri eða tafði
sig á svipuðum iðkunum, og hún bar engan sérstakan
reglubúning.
Reglubróðir er hver sá, sem lifa vill og deyja undir
stjórn foringjans og hlýða honum. Reglubræðrum er skift
í fimm flokka: 1.) prófessa, sem altaf eru prestar að vígslu og