Skírnir - 01.01.1926, Blaðsíða 98
88
Jesúitareglan.
[Skirnir
að nokkrum væri bannað að breiða út fagnaðarerindið. En
hann varð fyrir barðinu á gömlu og steingjörðu valdi, þvf
kirkjuhöfðingjarnir þar skipuðu honum undir banns pínu
úr landi.
Hann sá það nú, að ekki þýddi að fara svona að oftar,
og að hann yrði að gjörast prestur, fá sér aðstoðarmenn og
heimild kirkjustjórnarinnar fyrir sig og þá til að starfa..
Hann settist því að í Barcelona, og fór að læra latínu og
önnur undirstöðufræði og var hann þá 34 ára. En um leið
fór hann að hafa exercitia — andlegar heræfingar — með
þeim mönnum, sem vildu. Þá var Lúther nýbúinn að hefja
starf sitt, og var almenn hræðsla i kaþólskum löndum vió
að kenning hans myndi útbreiðast, og sáu afturhaldssöm
kennivöld Lúther alstaðar á gægjum, þar sem hreinn gust-
ur lék um. Þau lögðu því líka fæð á Ignatíus. Hann fór
nú til náms við háskólana í Alcala og Salamanca. Fyrir
aldurs sakir sóttist námið seint, það þreytti hann afarmikið,
og hvíldi hann sig ávalt á þvi, að halda andlegar heræf-
ingar. Fólkið þyrptist að þeim, það var orðið dauðleitt á
því andlega móki, sem á alt var fallið fyrir makræði klerk-
anna. En yfirvöldin í Alcala, afturhaldssöm, fundu ekki á
hvaða átt hann var, og vissu ekki að það var fótatak nýja
tímans, sem þau heyrðu, þau létu rannsóknardóminn varpa
honum í dýflissu, og héldu að hér væri einhver uppreisn
á ferðinni. Þaðan slapp hann fyrst eftir langa mæðu, en
honum var þá bannað að prédika. »Þér farið með ný-
breytni« var við hann sagt. »Ekki hélt ég að það væri
nýbreytni að prédika kristnum Krist,« anzaði hann.
1528 kom hann til Parísar til að nema þar við fræg-
asta skóla í heimi — Sorbonne. Hann bjó í klaustri Bar-
böru meyjar og svaf í herbergi með tveim guðfræð-
ingum Pétri Faber, frönskum, og Frans Xaver, spönskum
aðalsmanni. Faber kendi Ignatíusi heimsspeki, en Xaver
var að viða að sér lærdómi og ætlaði sér að komast til
vegs og valda í kirkjunni. Tókst Ignatíusi fljótt að fá þá
á sitt band, og eru þeir nú báðir i dýrlingaskara kirkjunn-
ar, en Xaver er einhver hinn glæsilegasti maður, sem hún.