Skírnir - 01.01.1926, Blaðsíða 29
Skírnir |
Húsakynni á Norðurlöndum.
19-
og matreiddi, en oft voru foreldrar annars hvors hjónanna
lika á heimilinu, og þá hefir það þótt æskilegt, að gömlu
hjónin gætu verið útaf fyrir sig. Geymsla var og af
•skornum skamti, þó að klefinn bætti mikið úr. Hvar átti t. d.
að geyma öll föt heimilisfólksins? Það var ekki auðið að
bæta úr þessum þörfum, nema með því að stækka húsið
°g fjölga herbergjum. Að þetta væri ekki ógerningur sáu
menn þegar þeir bættu klefanum við, og bættu nú tveim
herbergjum við hinn stofugaflinn (6. mynd). Annað var
notað sem svefnherbergi, t. d. fyrir tengdaforeldrana, hitt
var nefnt kistuklefi. Þar stóðu fatakisturnar og þar mátti
og geyma aðra góða muni. Sumir kusu þó heldur að
byggja stóra stofu klefamefin og mátti þar bæði taka rík-
mannlega á móti gestum og halda veizlur eða samkvæmi.
Enn aðrir lengdu húsið í báð aenda og bygðu öðrum megin
svefnherbergi og kistuklefa, hinum megin stóra gestastofu
og hafa slik húsakynni þótt rikmannleg í þá daga.
Þannig voru þá húsakynni Svía frarn undir árið 1800.
Ef litið er á útlit þessara gömlu húsa, sem uppdrættirnir sýna,
þá er það svipað á öllum og mjög óbrotið. Þakið er frem-
ur lágt og er torfþak, lagt á næfra, en timbursúð eða reisifjöl
undir þeim. Kvistir eru engir eða þakgluggar. Vindskeiðar eru
breiðar, til þess að ná jafnhátt torfinu, en einfaldar og ó-
brotnar. Gluggarnir (á yngstu húsunum) eru fremur litlir
og rúður smáar, hurðin breið, en sterk okahurð. Veggirn-
ir úr timburstokkunum fara vel, þó skrautlausir séu. Að
mörgu leyti eru hús þessi hentug og vel bygð eftir þeirr-
ar tíðar hætti. Stokkaveggir eru afarhlýir og endast furðu
vel. Lága þakið er hentugt, bæði vegna þess, að lofthæð-
in í stofunni yrði óþarflega mikil með háu þaki, og torfið
fer betur með sig á lágreistu þaki en háreistu. Sumum
kann að þykja hús þessi tilkomulítil, en að dómi bygging-
arfróðra manna eru þau fögur, þó að einföld séu. Eftirtekt-
arvert er það, að þungamiðja heimilisins er ein stór og
rúmgóð stofa, líkt og baðstofan hjá oss, og þessi stofa
tekur yfir alla breidd hússins. Beggja megin við hana er
hinum herbergjunum skipað. Þau eru aukaherbergi. Með-
2*