Skírnir - 01.01.1926, Side 113
Skírnir]
Jesúítareglan.
103
og í bréfi til keisarans 12. ágúst 1878 segir hann, að hvað
sem samið sé við páfa, þá bindi það ekki Jesúíta (Gedan-
ken und Erinnerungen, Stuttgart 1905 I, 394). Að Þýzka-
landi fékk reglan aðgang aftur í ófriðarlok 1918. En það
má ekki gleyma því, að lög reglunnar eru öll hin sömu og
áður, og vald hennar sama og fyr, og felur í sér stöðuga
hættu á því, að alt geti en borið að sama brunnL — Það
veldur þar, hver á heldur. — —
En er þá ekkert vel um þessa reglu, spyr einhver.
Jú, fjarska margt. Fáar stofnanir hafa alið jafnmarga ágæta
íræðimenn, náttúrufræðinga, hagfræðinga, stjörnufræðinga,
fornfræðinga og sagnfræðinga (sem þó er trúandi með gætni,
ef þeir segja frá einhverju, sem regluna snertir eða hún
er viðTÍðin), og fáar stofnanir hafa haldið fræðiiðkunum
jafnfast að félögum sínum og hún. Reglan hefur og átt
innan sinna vébanda góð skáld og ágæta skáldsagnahöf-
unda. Fyrir heiðingjatúboðið, og þar með útbreiðslu vest-
■rænnar menningar, hefur reglan unnið afar mikið, og hefur
Ihún á því sviði fóstrað suma dýrðlegustu menn guðs kristni
t. d. Franz Xaver. Yfirhöfuð á það, sem hér er sagt, við
regluna sem heild, en ekki einstaklinga hennar, sem hafa
■Sömu kosti og bresti til að bera og aðrir menn. — —
Nú skal snúið aftur þangað sem byrjað var, að Lúther
<og Loyola. Það hefur einhver einhverntíma sagt um Bis-
mark, að honum hafi þegar hann sameinaði Þýzkaland yfir-
sést í því einu, að hann gleymdi að hann væri dauð-
legur, og miðaði við að altaf færi hann eða hans jafnoki
með völdin. Svipað virðist og hafa farið fyrir þessum mönnum
báðum. Lúther ætlaði að endurreisa kristnina, með því sniði
sem í öndverðu var, en eftirmenn hans gjörðu trúarfélag hans
;að »rúmgóðri ríkiskirkju«, sem helzt vill hafna öllum ákveðnum
'kenningum, og er mjög greinilegt upphaf endalokanna. Loyola
ætlaði að hreinsa kirkjuna með andlegu hervaldi og fékk henni
andiegann lífvörð, en eftirmenn hans gjörðu hann ótrúan
kenningu hennar, siðalögmáli og valdi, og er það vottur
um innra gildi kirkjunnar, að hún stóðst þá raun. En ef
til vill er þetta hlutskifti allra mikilla manna.