Skírnir - 01.01.1926, Blaðsíða 44
34
Húsakynni á Norðurlöndum.
[Skírnir
Sérstaka eldhúsið var brýn nauðsyn og mikil framför,
en er nú sama um þetta að segja á vorum dögum? Þörf-
in er miklu minni nú, því að hvorki þarf að stafa verulegur
reykur, óþverri eða matargufa af góðri eldstó með bezta
sniði, en hlýindi eykur hún til muna. Það er því algengt er-
lendis í litlum íbúðum, að elda í íbúðarstofunni eða borða
í eidhúsinu og getur farið vel, en ætíð verður þettaskipu-
lag óþrifalegra en að hafa sérstakt eldhús og hentar bezt
á mannfáum heimilum.
En er það þá hentugt, að sitja og sofa i sömu stofu,
og það bæði karlar og konur, eins og víðast er hjá oss?
Sá kostur fylgir þessu, að menn geta sofið í hlýju herbergi
og húsakynnin geta verið miklu minni en ella. Köld svefn-
herbergi henta og ekki, þar sem verið er með ungbörn.
Erlendis hefir sú stefna sigrað að gera sérstök svefnher-
bergi, bæði fyrir karla og konur. Er þetta framför eða
afturför?
Þetta mál skýrist ef það er athugað, að sjálfsagt er
að hver maður hafi sitt rúm fyrir sig, en í baðstofum vor-
um er gert ráð fyrir því, að 2 sofi í hverju rúmi. Bað-
stofan þarf þá að minsta kosti að vera svo stór, að pláss
verði fyrir öll rúmin, og auk þess má gera ráð fyrir því,
að nauðsyn beri til þess, að hjónin hafi sérstakt herbergi
fyrir sig, eins og víðast er. Nú mætti segja, að hólfa mætti,
baðstofuna í þrent, hjónaherbergi, kvennaherbergi og karla-
herbergi, en þá sundrast heimilisfólkið, sem víða er fátt, að
deginum, og heimilislífið yrði ófélagslegt og einmanalegt.
Fram úr þessu verður naumast ráðið, nema með því að
hafa sérstaka vistlega vinnu- eða setstofu fyrir alt fólkið
og þar verður ekki pláss fyrir rúmin, svo að nauðsyn gerist
að hafa sérstök svefnherbergi. Á þennan hátt verður og
baðstofan loftbetri en ella og auðveldara að halda henni
hreinni. Svefnherbergi hjónanna yrði þá bezt komið hjá
baðstofunni og nyti hlýinda af henni, en karla og kvenna
á lofti, líkt og tíðkast erlendis. Þetta er ódýrara en að
hafa öll svefnherbergin á neðri hæð, þó þægilegra sé það
og hlýrra.