Skírnir - 01.01.1926, Blaðsíða 236
222
Ritfregnir.
[Skírnir-
þeir málfræðingarnir Marr og Braun kynstofn þenna jafetiskan . . ..
Mál Germana á að vera samrunamál þessara tveggja þjóðstofna.«
En hér um er það að segja, að það er sennilegast, að Indógermanar
hafi fyrst breiðst út frá Evrópu (svæðinu milli Svartahafs og Eystra-
salts), og þótt þeir hafi síðar breíðst út til annara landa í Evrópu
og hitt þar fyrir þjóðflokka, er önnur mál töluðu, er ekki vist eða
sennilegt, að þeir hafi allir verið af sama kyni; hér er því óná-
kvæmt að tala um »þjóðflokk« í eintölu. Vér vitum, að t. d. til
Spánar komust Indógermanar ekki fyr en allseint á öldum, og þar
bjuggu íberar fyrir, en ekki er líklegt, að mál þeirra hafi verið af
sama stofni og mál frumbyggjanna i Skandínavíu, er Germanar
komu þangað — ekki fremnr en ástæða er til að tengja saman ís-
lenzku og baskisku. Að vísu voru menn fyrir í Skandinavíu af
öðrum kynstofni, er Germanar komu þangað, en að eigna þeim öll
þau orð í norrænu, sem ekki finnast samstæður til í öðrum ger-
mönskum eða indógermönskum málum, er harla hæpið. Og þar
sem höf. segir, að á þenna hátt verði auðvelt »að skýra hina svo
nefndu germönsku hljóðfærslu,« þá vil ég ekki neita því, en að eins
spyrja, hvort hljóðfærslur geti ekki líka komið fyrir, þótt ekki sé
um tungna- eða þjóðflokkablöndun að ræða. Eða hvað vill hann
gera við allar þær »hljóðfærslar«, sem síðan hafa orðið, t. d. í nor-
rænu? — Þar að auki vitum vér ekkert um mál frumbyggjanna í
Skandínavíu eða á Norður-Þýzkalandi.
Á bls. 10 segir höf.: »Hljóðlögmál eru þær orsakir nefndar,
er valda yfirgripsmiklum breytingum á hljóðum og beygingum tungu-
málanna.« En hér er rangt að orði komist. Hljóðlögrnúl táknar
ekki orsakirnar að hljóðbreytingunum (um þær vitum vér satt að
segja því nær ekkert), heldur eru hljóðlögmál að eins reglur, sem
segja til um, að á vissum tíma og ákveðnu svæði breytist hljóð á
sérstakan hátt. Það er þvi ekki heldur rjett á sömu bls. að segja,
að »hljóðlögmál« verði »á mismunandi tima.« Það eru hljóðbreyt-
ingarnar, sem verða á ýmsum timum,
Á bls. 11 skýrir höf. frá því, að hann hafi »áður reynt......
að sýna fram á sérstakt hljóðlögmál i islenzku: að tvíhljóð missi.
siðara hlutann, ef áherzlan er mjög létt.« Þetta er ágætt, og mörg
dæmi, sem höf. greinir, virðast sanna þetta. En ýms af dæmum
höf. virðast alls ekki geta fallið undir þessa reglu, jafnvel þótt
maður taki ekki að eins til greina orðáherzlu, heldur og setningar-
áherzlu; hún getur máske bjargað dæmunum sautra—sötra, braulta—
brölta (ef hér er ekki um að ræða forna ritháttinn au fyrír ö),.
beygla—begla, œtla—atla og eigra—egra (sem ég kannast alls ekki
við). en alls ekki dæmunum lauðr—löður, taufr—töfur, aurriði—
urriði, sem öll eru nafnorð, hafa fylstu áherzlu í setningu og falla
undir alt aðra reglu (styttingu sökum tveggja eða fleiri eftirfarandi