Skírnir - 01.01.1926, Blaðsíða 184
470 Skiðaférð siiður Spreng'isand. [Skirnir
í fangi fneð áð hlaupa fram og aptur milli sleðanna. Jeg
rak aiiar'stafi, sleðasiglur o. s. frv., sem fyrir hendi voru,
niður meðfrain skíðaförunum milli sleðana, til þess að þeim
•fjelögum gengi betur að rata á mig og sleðana. Loks komu
þeir í ljósmál allir þrír í einu eptir 2 klukkutíma fjarveru.
Jég varð svö feginn að sjá þá aptur að jeg steingleymdi
áð setja öfan í við Axel, eins og jeg hafði þó ætlað mjer.
Hann hafði hitt á stað, þar sem auðvelt var að koinast
niður. Háfði harin fyrst farið niður í kleif eina, sem var
svo þröng, að hann gat ekki villzt í henni og hafði síðan
haldið áfram langar leiðir, þangað til hann kom út á sljettu
mikla. Við biðum nú ekki boðanna, lögðum af stað niður
Axelskleif og hjeldum áfram þangað til við vorum komnir
út á sljettuna. Nú birti til og gerði glaða sólskin, en veður
var hvasst á norðan. Sól var nú hæst á lopti, en þó var
kuldinn 10°. Við áttum í rauninni að stefna beint í vestur
á Tungufell, en með því að okkur kom saman um, að
synd væri að nota ekki hið ágæta leiði, þá settum við upp
segl og stefndum beint í suður. Nú bar okkur óðfluga yfir,
kílómeter eptir kílómeter, svo að við fórum 10 km. á 58
mínútum. En þá urðum við að taka ofan seglin, því að
veðrið óx sífellt og þar að auki gerði kafald, svo að við
sáum ekkert fram undan. Kuldinn var nú 15° og var það
nú okkar eina áhugamál að komast af fjallinu, því að ella
gátum við búizt við annari slíkri nótt sem við höfðum átt
í Skrattabæli. Nokkuð miðaði okkur og niður á við, en þó
sóttist ferðin seint vegna kafalds og svartvíðris. Kl. 7 um
kvöldið vorum við komnir á Kambabrún fyrir ofan Laxá,
h. u. b. 3 km. í landnorðri við Hörgsholt í Hreppum (8 km.
í landnorðri við Hruna). Við höfðum farið 34 km. um dag-
inn. Kuldinn var nú 12°.
Nú ætluðum við að reisa tjaldið, en náðum því ekki
í sundur fyrir frosti, því að þokusúld hafði verið um morg-
uninn. Reyndist ógerlegt að þíða það, svo að við tókum
þegar að gera snjókofa og höfðum lokið því verki eptir 2
klukkustundir. Höfðum við þar góðan og hlýjan næturstað.