Skírnir - 01.01.1926, Blaðsíða 74
64
Stjörnu-Oddi.
[Skírnir
hljóti að vera eldra en frumrit Rímbeyglu, sem hefir
varðveitt rit Odda. Þetta sést og ljóslega á upphafi 3.
kafla Oddatölu. Þar stendur svo: »Odde talde«, »lét
hann þá dag uppkoma«, »lét hann telja skyldu« (sbr. upp-
haf 1. kafla í Rímb.: Svá taldi Stjörnu-Oddi). Hér er altaf
sögnin sett í þátíð og talað um Odda í 3. persónu og bend-
ir það til, að Oddi hafi verin dáinn, þegar Rímbeygluhöf.
tók rit hans inn í rit sitt«. Mér virðist orðalag Oddatölu
benda frekar í þá átt, að Oddi hafi eigi sjálfur ritað hana,
heldur hafi aðrir numið hana af honum, en eigi ritað hana
fyr en að honum látnum. Ég hefi í Aarböger for nordisk
Oldkyndighed og Historie, 1923, bls. 177, getið þess, að
Hallur ábóti væri manna líklegastur til að hafa séð um, að
Oddatala og ef til vill fleira úr rímfræði sveitunga hans og
forfeðra hefði verið ritað að klaustrinu á Munkaþverá. Eg
bygði þetta á því, að Oddi hefði lifað fram um 1150 og
að ritstörf hefðu einkanlega verið iðkuð við klaustrin. Nú
þykir mér sennilegra, að Oddi hafi gert athuganir á göngu
sólar um eða fyrir 1120, og hefir hann þá varla lifað leng-
ur en fram um 1140. Það verður því heldur ósennilegra,
að Oddatala hafi eigi verið rituð fyr en Hallur varð ábóti
á Munkaþverá. Hún hefði þá orðið að geymast í manna
minnum 40—50 ár eftir andlát Odda. Samt getur það stað-
ist. Hallur ábóti deyr 1190 og gæti verið fæddur um 1120;
hann getur hafa þekt Odda í uppvextinum og lært þá
Oddatölu, hún er ekki svo flókin, að hún verði eigi auð-
veldlega lærð. En þótt Hallur hafi eigi lært Oddatölu af
Odda sjálfum, þá er það þó sennilegt, að lögsögumennirn-
ir Gunnar föðurbróðir Halls, og Styrkár Oddason hafi lært
hana; ekki sízt Styrkár, ef hann hefir verið sonur Stjörnu-
Odda. Þeir hafa síðan annaðhvort kent Halli hana, eða
sjálfir látið rita hana eftir að það varð almennara að rita
bækur á íslenzku.
Oddi var uppi um þær mundir, er hinar fyrstu íslenzku
bækur voru ritaðar, og ekki sennilegt, að hann hafi í það
ráðist að rita rím á íslenzku, jafnvel þótt hann hafi kunnað
að skrifa, sem reyndar er óvíst og heldur ósennilegt. Og