Skírnir - 01.01.1926, Blaðsíða 159
Skirnir]
Þjóðemisbarátta Finnlendinga.
149
aðinum er stóriðnaður, fyrst og fremst trjávöru- og pap-
pírsframleiðsla, eins og eðlilegt er í jafnskógríku landi.
Vötnin og árnar eru til stórhagræðis eigi aðeins til að
fleyta timbrinu að verksmiðjunum heldur og til að reka
vélarnar. En með stóriðnaðinum hefur auðvald og jafn-
aðarmenska hafið innreið sína í landið. Verkalýðurinn
hneigist auðvitað að jafnaðarstefnunni og honum fylgir að
málum mikill hluti vinnumanna, leiguliða og fátækari bænda
úr sveitunum. Nú er yfirgnæfandi meiri hluti þeirra finskur
og sumir stærstu iðnaðarbæirnir, eins og t. d. Tammer-
fors, eru í finskum héruðum, en jafnvel þeir bæir, sem liggja
á ströndunum í sænskum héruðum, eru þó allir finskir að
meira eða niinna leyti, því verkafólkið streymir stöðugt
úr finsku sveitunum til bæjanna þar eins og annarsstaðar.
— Afleiðing alls þessa er sú, að finskir jafnaðarmenn eru
um leið finskir þjóðernissinnar, þótt þeir að réttu lagi
ættu að láta þau mál afskiftalaus samkvæmt almennri
stefnuskrá jafnaðarmanna.
Það var þessi flokkur, sem fyrir undirróður og með
tilstyrk Rússa hóf ofbeldisverk þau, er urðu upphaf »rauða
stríðsins«, sem á endanum varð »frelsisstríð Finnlands«, og
var háð með mikilli grimd frá báðum hliðum frá 20 janúar
til 18. maí 1918. — Hefði »rauði herinn« sigrað, þá væri
nú úti um sænskt þjóðerni á Finnlandi.
Eins og eðlilegt er hafa sænskir Finnlendingar heldur
hallast að frjáslynda borgaraflokknum, — sem kallar sig
Ungfinna til aðgreiningar frá finskum íhalds- og þjóðernis-
sinnum, er nefndast Fornfinnar. Þeir mynda þó flokk sér í
þinginu, er kallast sænski flokkurinn og gætir vitanlega
íyrst og fremst sænskra hagsmuna, en er annars frjálslyndur
í stjórnmálum. — Úr því að ég hefi nefnt alla þess þjóð-
málaflokka, er bezt að nefna einnig hinn síðasta: bænda-
flokkinn, sem stofnaður er af efnuðum bændum, skólakenn-
urum o. s. frv. Hann er nokkurs konar »framsóknarflokkur«
°g hrósar því happi nú sem stendur, að einn hans manna
skipar forsetasætið.