Skírnir - 01.01.1926, Blaðsíða 223
Skírnir]
Ritfregnir.
209
Hjer eg enda hróðrarskrafið.
En hver á að signa þína móður,
þegar hennar son og sjóður
sokkinn er í þjóðahafið?
Hver á að gæta að grafarrónni
græða svörð á blásnu leíði,
þegar sólin suður í heiðí
sendir geisla moldarþrónni?
G. Fr. veit, að rækt til ættar og æskustöðva er innsti kjarni
þeirrar tilfinningar, sem nefnist föðurlandsást. Og hann veit enn-
fremur, að ef sá kjarni er ekki til, þá eru allar fortölur um skyldur
við land og lýð fánýtar og koma að engu haldi. Þess vegna dá-
ist hann tæpast meir að neinni dyggð í fari manns heldur en heim-
ilistryggðinni, ástinni á landareigninni og ræktarseminni til þeirra
manna og málleysingja, sem þar hafa vaxið úr grasi. Og allt sem
grær og gerist í heimahögum getur orðið honum að yrkisefni.
Hann hefir t. d. orkt tvö annálsverð erindi um torfristu, og sætir
það undrum, að hánn skuli ekki hafa tekið þau upp í hina síðari
ljóðabók sína.
Napur kaldi sinu sveigir,
sunna.hefir brugðið litum,
frostreykur úr tjörnum teygir
trjónu bleika mjer að vitum,
þar sem jeg á fjórum fótum
felli egg að sendnum rótum,
með bláar nasir klökug knjen
og kul undir naglarótum.
Jeg með brýni brandinn fægi,
bjart svo kveikir logatundur.
Engist allur mýrar magi,
magálinn er risti’ eg sundur.
Jafnvel brýnisklumban klökknar,
köldum ljá um brúnir vöknar.
Það lagar dreyrinn úr opinni und
og ásýndin hjelugrá dökknar.
G. Fr. hefir lifað fast með samtið sinni. Hann hefir jafnan
lagt margt til þeirra mála, sem á dagskrá hafa verið, ritað fjölda
blaðagreina og margar smásögur, sem sumar hafa fjallað um þau
málefni, er skipt hafa skoðunum manna. Um þau ritstörf hans verð-
ur ekki rætt hjer. Að mínu viti standa þau kvæðum hans að baki,
en þó er málfæri hans opt svo mergjað og orðkyngi hans svo ó-
venjuleg, að sum rit hans í óbundnu máli munu jafnan skipa sæmdar-
sess í íslenzkum bókmentum. En minningarljóð hans bera ekki síð-
ur en blaðagreinar hans og sögur vitni um það, hve innilega hann
hefir fylgzt með störfum og stríði samtíðarmanna sinna. Sum þeirra
eru meðal hinna allra beztu kvæða, sem hann hefir orkt, t. d. erfi-
ljóðin eptir Pjetur Jónsson ráðherra og Þórarinn á Halldórsstöðum.
í kvæðinu um Þórarinn eru þessi erindi:
14