Skírnir - 01.01.1926, Blaðsíða 40
30
Húsakynni á Norðurlöndum.
|Skirnir
stofuna. Hún var nefnd nýja stofan. Var allajafna búið
í henni á sumrum en eidað í gömlu stofunni, sem kölluð
var að fornu fari eldhús. Leiddi þetta til þess, að orðið
eldhús breytti merkingu og táknaði nú húsið, þar sem mat-
ur var eldaður. Á þennan hátt varð íbúðin í nýju stofunni
mun betri en áður hafði verið, því að þar losnuðu menn við
eldamenskuna og geymslu á ýmsu, sem henni fylgdi. Vinnu-
fólkið borðaði og í eldhúsinu. Oft var búið á vetrum í
gamla eldhúsinu og ekki sjaldan var nýja stofan höfð fyrir
gestastofu og var þar þá rúm fyrir gesti. Annars var
lítið um gestastofu hugsað hjá öllum almenningi lengi fram
eftir öldum.
Einkennilegt er, að þó að menn kæmust snennna upp á
það að lengja húsið, búa til forstofu og klefa við annan
endann og síðar nýju stofuna, þá hugkvæmdist mönnum
seint að breikka það, svo að fullkomin herbergi yrðu bæði
við framhlið og bakhlið. Að þessu hlaut þó að reka og
úr því fór herbergjaskipunin að líkjast því, sem gerist á
vorum dögum. Menn gerðu þá sérstakt eldhús bak-
hliðarmegin og innibúr, geymsluherbergi eða herbergi
til annara þarfa, eftir því sem hússtærðin leyfði. Aftur
voru kjallarar fátíðir, þótt snemma sé þeirra getið í sögum.
Auðvitað voru húsin einlyft meðan langeldar tíðkuðust
eða reykofnar, því að Ijórinn varð að vera á mæninum, en
óðar en loft var gert yfir herbergjum, eins og venja var
til í klefanum og forstofunni, þá kom pláss á loftinu, sem
nota mátti til ýmissa þarfa. Loftherbergi voru því snemma
gerð og leiddu þau aftur til þess, að sumir hækkuðu þar
veggina, svo að þau yrðu rúmbetri. Varð þá húsið tvílyft,
eða nokkur hluti þess. Herbergið á efri hæð var þá venju-
lega notað sem svefnherbergi fyrir heimafólk eða gesti.
Tvílyft gat ekki allt húsið orðið fyr en reykháfar og arin-
stór (pejs) komu til sögunnar, en þá fóru menn að gera
loft yfir stofunni og jafnvel byggja alt húsið tvílyft. Óx
þá húsrýmið stórum, en ekki var það ætíð, að allar stofur
á efri hæð væru notaðar til íbúðar. Fólkið hélt fast við