Skírnir - 01.01.1926, Blaðsíða 28
18
Húsakynni á Norðurlöndum.
[Skírnir
ljórinn að standa opinn vegna reykjarsvælunnar. For-
skygnið heiir verið til nokkurra bóta, en mikið skjól hefir
það ekki veitt meðan það stóð opið og öndvert.
Þriðja breytingin var sú, að loka forskygninu og var
þá orðin úr því rúmgóð forstofa (3. mynd). Voru í fyrstu
settar á það útidyr andspænis stofudyrum, en áleitinn hef-
ir súgurinn verið, er dyrnar stóðust á, enda mátti hann
ekki missast meðan langeldur brann á miðju gólfi.
Fjórða framförin var mikil húsabót. Menn höfðu lært
þá göfugu list að gera reykháf, svo að reykurinn færi ekki
út um alla stofuna. í staðinn fyrir opna langeldinn kom
þá opin arinstó, lokuð á þrjá vegu af steinveggjum, en op-
in að framan. Upp af henni gekk svo víður reykháfur alla
leið gegnum þakið. Við þetta hvarf reykurinn úr stofunni
og nú var ekki lengur þörf að hafa eldstó á miðju gólfi.
Var svo arinstóin flutt í eitt af hornum stofunnar, svo að
hún varð miklu rúmbetri en áður (4. mynd). Nú var ekki
heldur þörf á ljóraopinu fyrir reykinn og lagðist það síð-
an niður, en jafnframt þurfti þá að sjá fyrir birtu með
skjágluggum eða á annan hátt, til þess glerrúður komu til
sögunnar. Birtu lagði af eldinum í opinni arinstónni, þó að
minni væri en af langeldunum. Ekki er mjer kunnugt um,
hvenær þessi mikla breyting varð í Svíþjóð, en í Noregi
þektust ekki reykháfar fyr en á 15. öld.
Þá leiddi aðra breytingu af því að arinstó kom í stað
langeldsins. Nú þurfti ekki lengur að halda á súg gegn-
um opnar dyr og voru því útidyrnar fluttar á húshliðina,.
svo að gengið var í annan enda forstofu. Mátti þá segja, að
hún væri orðin óþarflega löng, svo að henni var skift í tvent:
forstofu og klefann (kove) og voru dyr gerðar úr stof-
unni inn í klefann (5. mynd). Það var nóg við herbergi
þetta að gera, því að áður varð að hafa öll matreiðslutæki í
stofunni og jafnvel geyma þar mat. Klefinn var því gerð-
ur að búri og hafður til ýmislegrar geymslu.
Nú voru húsakynnin orðin hálfu betri en áður, en
nokkuð þótti þó á vanta. Oftast hefir verið fullskipað á í
stofunni, er alt heimilisfólk hafðist þar við, vann þar, svaf