Skírnir - 01.01.1926, Blaðsíða 224
210
Ritfregnir.
[Skirnir
Einbúinn sem nú i náttar
næfraskjóli fölur háttar,
sinti lítið sumbli granna
sjaldgæfur í hverri ös.
Haukur skygn á hamra-flös
horfði niður á lægðir manna;
gagnvart hömlum boðs og banna
brúnaþrunginn örn á snös. —
Engan fann jeg orðhvassari
eða í deilum rökfimari.
Undir hvörmu n átti blossa,
eld i sinni tungurót.
Hjartað bæði gull og grjót;
girntist ekki blíðukossa;
átti i skapi öldur fossa,
óvin þegar snerist mót.
íslenzk erfiljóðaskáld hafa lengi sætt ámæli fyrir það, að virð-
ing þeirra fyrir sannleikanum væri ekki altaf á háu stigi. En nú
er svo komið, að jafnvel hin væmnasta erfiljóðamærð kemst ekki i
hálfkvisti við það lygalof, sem stundum er hlaðið á látna menn
í heimskulegum og samvizkulitlum blaðagreinum. G. Fr. mun og
ekki verða firtur því ámæli, að hann hefir stundum hlaðið fullháa
lofkesti á gröfum dauðra manna. En þó eru flest eða öll hin eldri
skáld sekari í því efni heldur en hann. Það hefir lengi ver-
ið landlæg óvenja hjer, eins og raunar víðar í löndum, að oflofa
dauða menn, en unna lifandi mönnum ekki sannmælis. Jeg býst við
að saga Guðmundar Friðjónssonar sýni nýtt dæmi þess, um þær
mundir sem hún er öll. Þeir sem nú láta sjer mest hugleikið að
ófrægja hann og óvirða, munu þá lypta honum skýjum ofar sem ein-
um höfuðdýrlingi íslenzkrar bændamenningar.
G. Fr. er ekki víðförull maður, og hefir honum aldrei veitzt
tækifæri til að komast út fyrir landssteinana. Á hinum síðari árum
hefir hann þó við og við brugðið sjer hingað suður og farið hjer víða
um bygðir. Á þeim ferðum hefir hann orkt mörg góð kvæði og;
sum ágæt. Málsmekkur hans er að visu ekki óbrigðull, en þó eru þeir
íslenzkir rithöfundar fáir bæði að fornu og nýju, er koma lesandan-
um jafn opt á óvart með orðsnilld sinni og fjörtökum, sem hann. Hann
er dverghagur maður á orð og málsgreinar, andi islenzkunnar syng-
ur fyrir eyrum hans. Mjer þykir kvæðið urn Rangárþing einna bezt
af hinum síðari ljóðum hans, einkum þó erindin um Þverá, sem jeg
set hjer að lokum.
Þó er verri Þverá,
þindarlaus ókind
ergi þrungin, mýmörg
misendi vinnur grend.
Flæðisafa Fljótshlið
fómar þeirri óstjórn.
Ýtinn sýnir ónot
álavargur Njálshvál
Á slíkum sprettum fer
honum.
Tætir sundur túnfit,
tröllaukin gerir spjöll,
engjum veitir ágang,
ólm að vinna Gunnarshólm.
Landeyjum verri en vond,
vilhöll hverjum sandbyl,
villistrauma vatnsfall,
veiðileysa síreið.
bóndin á Sandi, þegar vel liggur ái
Á. P..