Skírnir - 01.01.1926, Blaðsíða 93
Skírnir] Lestur og lesbækur. 83
leiknin mundi bæta það upp, sem yfirferðin þyrfti að vera
meiri. —
V.
Sjötta árið eða lokaárið tækju svo við námsbækurnar.
Það mundi þykja heppilegast vegna þeirra, sem kynnu að
hætta öllu námi, en væri óþarft, ef nemendur fengju síðar
sæmilegt framhaldsnám í þessum greinum. Námsbækur
þessar ættu að vera stuttar mjög og fáorðar, aðallega
beinagrind, til þess að tengja saman það, sem áður hefur
verið numið við lesturinn, og auka við því, sem á vantar,,
svo að samhengi fáist og sá nafna- og talnafróðleikur, sem
þykir æskilegur. Enginn vafi er á því, að fara mætti yfir
á einum vetri það, sem nú er numið á þremur, því að
efnið yrði að litlu leyti nýtt, heldur þaulhugsað og rætt
áður. Og ef nokkuð má marka þá gleði og ánægju, sem
hver og einn hefur af því að koma aftur á kunnar slóðir
og rifja upp það, sem sveipast hefur þoku fjarvistar, lita
aftur með meiri þroska og reynslu á það, sem borið hefur
fyrir augu og eyru áður, þá má ætla að bömunum yrði
námið engin raun. Vona ég, að sá mundi reynast kostur
þessa fyrirkomulags, að námsáhugi glæddist og örvaðist í
stað þess að eyðast við látlaust, skilningslaust stagl. En
það mundi ég þó telja höfuðkostinn, að börnin mundu fá
svo mikla lestrarleikni, ef rétt væri á haldið, að alt fram-
haldsnám þeirra fengi annan blæ.
Ég býst við, að sumt í þessum kenningum mínum sé
of nýstárlegt til þess að vænta megi þess, að allir verði
mér sammála. En hinu vona ég að fulltreysta megi, að
þær veki áhugasama og skilningsgóða menn, ekki sízt í
kennarahóp, til umhugsunar og hvötji þá til þess að finna
betri ráð og hollari, ef til eru.
6*