Skírnir - 01.01.1926, Blaðsíða 32
22
Húsakynni á Norðurlöndum.
[Skírnir
mikla þakskeggi voru oftast stórar, opnar útisvalir. Nú
vildu þeir láta alla byggja timburhús með svissnesku lagi,
en athuguðu ekki, að svissnesku þökin og svalirnar henta
ágætlega í óþolandi sumarhita og heitu loftslagi, en alls
ekki í Svíþjóð. Þá þótti þeim gömlu, einföldu, sterklegu
vindskeiðarnar ósmekklegar og fóru að saga þær út með
allskonar pírumpári. Þetta þótti þeim fínt og útlent! Eng-
um datt í hug, að ferðast um S v í þ j ó ð og aðgæta gömlu
húsin þar, þó að þau væru að mörgu ieyti bæði hentug og
smekkleg.«
Alt þetta fálm og nýungabrutl hjaðnaði smám saman
niður, og gairila byggingasniðið komst aftur til vegs og
valda. Svipurinn varð líkur og fyr, einfaldur og óbreyttur
en hreinlegur og snotur, þó að húsin stækkuðu og breyttust
að ýmsu leyti. Menn spurðu nú ekki svo mjög um, hversu
útlendingar bygðu, heldur hvað bezt hentaði heirna fyrir
og hvað bezt ætti við timbrið, byggingaefnið, sem flestir
notuðu. Nú vinna Svíar ötullega að því að bæta bygg-
ingasnið og húsakynni á aila lund.
En hversu er þá útihúsum skipað? Frá fornu fari hafa
Svíar greint sundur íbúðarhúsið og hús og hlöður fyrir
fjenað sinn. Meðalbændur hafa ekki margar skepnur, því að
fjárrækt er lítil og hrossarækt. Kúa og svínarækt eru að-
alatriðið, en akuryrkja stunduð jafnframt. Á lítilli jörð er
þá íbúðarhúsið sjerstakt, með girtum skrautgarði umhverfis,
en stundum eru hlutar af honum notaðir til kartöfluræktar
o. þvíl. Fyrir aftan húsið og nokkurn spöl frá því, eða
til hliðar við það, kemur svo mikil húsalengja og eru þar
saman komin öll peningshús undir einu háu þaki: fjós,
hesthús, svinastía, heyhlaða, kornhlaða o. fl. Hús þetta
kalla Svíar »ladugárd«. Peningshúsin eru neðst, en hey-
hlaðan oftast á lofti, enda er þar ærið rúm vegna þess,
hve þakið er hátt. Sé nú meira bygt en vel þyki fara
í einni húsalengju, er ýmist bygð álma frá annari hlið
útihússins eða sérstakt hús, og verður þá húsaskipunin
oftast svo, að milli allra húsanna kemur stór ferhyrndur
húsagarður. Hver bær verður þannig dálítil húsaþyrping,