Valsblaðið - 24.12.1969, Blaðsíða 6
4
VALSBLAÐIÐ
Frá aðalfundi
knattspyrnudeildar
/ tilefni af 25 ára afmœli lýSveldisins 17. júní sl. var efnt til mikillar skrúSgöngu íþrótta-
manna og skáta inn á Laugardalsvöllinn. Valsmenn voru þar félagi sínu til sóma.
Val og starfsemi félagsins og láta
þýða hann á ensku og dönsku. Þetta
er gert vegna þess að margs konar
fyrirspumir um félagið hafa borizt
því hin síðari ár frá ýmsum erlend-
um aðilum. Þetta á m. a. rót sína
að rekja til þátttöku Vals í erlend-
mn keppnum og ekki hvað sízt eftir
jafnteflið við Benfica um árið, sem
vakti heimsathygli. Bæklingur þessi
er nú að verða tilbúinri.
Unnið var að skíðaskálanum á ár-
inu, en stækkun hans var gerð fyrir
nokkru síðan. Sjá skýrslu skíðanefnd-
ar. Á árinu fóru flokkar utan, meist-
araflokkur Vals í knattspyrnu tók
þátt í borgakeppni Evrópu og lék
í Briissel í Belgíu. Handknattleiks-
flokkur karla fór í keppnisför til Dan-
merkur. Og handknattleiksflokkur
kvenna tilkynnti þátttöku sína í Ev-
rópukeppni. Drógust Valsliðið og
pólska liðið saman. Þá kom flokkur
frá Lyngby-Boldklub í heimsókn til
Vals og flokkur frá Val fór utan í
heimsókn til Lyngby. En nánar er
um þetta í skýrslum knattspymu-
■deildar og handknattleiksdeildar. Þá
sigraði kvennaflokkur Vals í 17. sinn
í handknattleik innanhúss í Hand-
knattleiksmóti Islands, sem fram fór
á Akranesi.
1 tilefni af 50 ára afmæli KRR
var efnt til innanhússmóts í knatt-
spymu. Keppt var um fagran bik-
ar, sem fjölskylda Egils Jacobsens,
fyrrv. kaupmanns og fyrsta for-
manns KRR, gaf. Vann Valur bikar
þennan til eignar.
1 tilefni af 25 ára afmæli lýð-
veldisins var efnt til mikillar skrúð-
göngu íþróttamanna á Laugardals-
vellinum. Valur tók þátt i skrúð-
göngu þessari og gat flokkur hans
sér gott orð fyrir glæsilega fram-
göngu.
Unglingaflokkur á vegum borgar-
innar vann á sumrinu á svæði fé-
lagsins að ýmis konar lagfæringu og
snyrtingu. En svo hefur einnig verið
undanfarin ár.
Valsblaðið kom út svo sem áður
og með svipuðu sniði og undir sömu
stjóm.
Þá voru viðurkenningarskjöl gerð
til afhendingar þeim, sem em með
í að vinna mót eða hafa leikið svo
eða svo marga leiki eða á annan hátt
sýnt dugnað.
Hér hefur verið drepið á ýmis at-
riði í félagsstarfinu, en sum þeirra
liggja ljósar fyrir í hinum ýmsu
skýrslum deildanna.
Að lokum þetta. Valur er mikið
félag, miðað við allar aðstæður. Um-
svifin verða æ margþættari með
hverju árinu sem líður og vandi
þeirra, sem standa í stafni eykst að
sama skapi. Rétt er það, en minn-
umst þess sem skáldið segir:
STJÓRNIN:
Stjórnin, sem nú skilar af sér störf-
um, var kosin á aðalfundi deildar-
innar í desember 1968.
Formaður var kjörinn Elías Her-
geirsson, aðrir stjórnarmeðlimir
skiptu þannig með sér verkum: Skúli
Steinsson varaform., Árni Njálsson
gjaldkeri, Gísli Sigurðsson ritari, Sig-
urður Marelsson spjaldskrárritari.
Varastjórn Karl Jeppesen, Torfi
Magnússon og Þorsteinn Friðþjófs-
son. Gisli var fjarverandi sumartím-
ann, vegna vinnu úti á landi. Sig-
urður gegndi ritarastörfum á meðan.
Haldnir voru 22 bókaðir fundir.
Mæting á fundi var ágæt. Varamenn
voru boðaðir á alla fundi.
FULLTRÚAR:
K.R.R.: Aðalfulltrúi Einar Björns-
son, varafulltrúi Friðjón B. Friðjóns-
son. Mótanefnd: Árni Pétursson.
ÆFINGAR OG ÞJÁLFUN
Þjálfarar voru: Guðbjörn Jónsson
fyrir M. og 1. flokk. Róbert Jónsson
og honum til aðstoðar Karl Jeppesen
með 2. flokk. Hans Guðmundsson
með 3. flokk. Lárus Loftsson með
4. flokk. Helgi Loftsson með 5. flokk.
Þorsteinn Marelsson þjálfaði 5. flokk
fram í apríl, en varð þá að hætta
vegna veikinda og tók Helgi þá við.
Ekki tókst stjórninni áform sitt að
hafa aðstoðarmenn með hverjum
flokki en slíkt er mjög æskilegt.
Fundur var haldinn með þjálf-
urum til að ræða um þjálfun og fyr-
irkomulag æfinga, tækja og ýmislegt
varðandi flokkana.
Æfingarsókn var mjög góð í öll-
Starfið er margt, en eitt er
bræðrabandið,
boðorðið, hvar sem þér í fylking
standið
hvemig sem stríðið þá og þá
er blandið,
það er: Að elska, byggja og
treysta á landið.
E. B.