Valsblaðið - 24.12.1969, Blaðsíða 85

Valsblaðið - 24.12.1969, Blaðsíða 85
VALSB LAÐIÐ 83 knattspyrnuna fyrst og síðast. Land- nám þeirra í Vesturbænum hefur verið þeim viss andlegur stuðningur, sem á alvörustundum hefur slegið nokkurs konar skjaldborg um „sína menn“. Vafasamt að önnur félög hér eigi að baki sér annað eins „skjól“ í hretviðrum erfiðleika og mótlætis, sem fylgir starfi og baráttu íþrótta- félags, fyrir tilveru sinni. I stuttri grein í litlu félagsblaði verður ekki hægt að gefa tæmandi lýsingu á starfsemi KR-inga í þessi sjötíu ár. Þeir hafa verið í farar- broddi íslenzkra íþróttafélaga, dug- legir, áræðnir, framkvæmdasamir og samheldnir á hverju sem gengur. Þeir hafa verið sigursælir í mörgum greinum og þá ekki sízt knattspyrn- unni. Þeir hafa átt því láni að fagna að eiga á hverjum tíma kjarnakarla sem standa á bak við þetta stórveldi. Okkur i ritnefnd „Vals“ þótti þetta tilvalið tækifæri að flytja KR sér- stakt þakklæti fyrir hjálpina í kring- um 1930. Við sem munum þá tíma og viðhorf, gleymum aldrei þeirri ómetanlegu aðstoð sem við hlutum af tilveru KR. Undirritaður kom ein- mitt inn í Val á þessum árum (1929). Þar drakk maður í sig áhrif- in af ágæti KR, þeir höfðu þá verið einvaldar i knattspymunni hér um áraraðir. Þvílíkir snillingar! Mér, ungum sveitamanninum, þótti mik- ið til þess koma, að eitt félag skyldi vera sjálfsagður sigurvegari í knatt- spyrnunni. En mér var fljótlega komið í skilning um það að þetta væri ekki sjálfsagt, það eina sjálf- sagða væri að unna sér engrar hvild- ar fyrr en þessir ágætu knattspyrnu- menn væru sigraðir. Hver æfing var liður í þessu áformi. Hver fundur var eggjun og hvatning til hins sama. Það var sama hvað þeir voru góðir, Valur varð að vera aðeins betri, fyrr var það ekki gott. Þannig voru KR- ingarnir alltaf okkar viðmiðun, okkar mark til að keppa að, og ná aðeins lengra. Þannig urðu þeir til að gefa okkur ómetanlegan kraft, og án þess- arar viðmiðunar hefði þetta vafa- laust gengið allt mikið ver, eða kann- ske alls ekki. Það er því ekki ástæðu- laust að við þökkum fyrir hjálpina og þessa „samvinnu“ á þessum árum. Það dró ekki úr ánægjunni, að þessi árangur skyldi názt á sjálfu þjóðhátíðarárinu 1930. Einhvernveg- ÞÆR BUNDUST VINÁTTUBÖNDUM ISLANDSMEISTARAR ÞRÓTTAR 1957: Fremri röS f. v.: Katrín Gústafsdóttir, Elín GuSmundsdóttir, Margrét Hjálmtýsdóttir, Lára Magnúsdóttir, GúSrún Steingrímsdóttir. Aftari röS, f. v.: Sveinbjörg Karlsdóttir. Ragn- heiSur Matthiasdóttir, Helga Emilsdóttir og Ólafía Lárusdóttir. Það kann að þykja einkennilegt að í þessu blaði skuli koma mynd af Islandsmeisturum Þróttar frá því herrans ári 1957. Þetta er atburður, sem er orðinn 12 ára gamall, og því langflestum gleymdur og heyrir for- tíðinni til, munu margir segja, sem þetta lesa. Þó fslandsmeistaratitill sé viss þáttur í íþróttasögu landsins, er ekki ætlunin að rifja þann atburð upp, varðandi þessar stiilkur, nema ef vera kynni óbeint. Upp úr 1950 taka ungar stúlkur í Þrótti að safnast saman til æfinga í handknattleik, en þá er Þróttur kornungt félag. Það kemur fljótt í ljós, að í þessum. hópi eru margar kjarna-kerlur, sem hafa gaman af að berjast fyrir félag sitt, skynja nauðsynina á þvi að halda saman, ef árangur á að nást. Þessi barátta þjappar þeim stöð- ugt meira og meira saman, sem svo að lokum nær því marki að hin eldri og reyndari félög verða að láta í minni pokann fyrir þessum hópi inn höfðum við Valsmenn það á til- finninguni að hinum æruverðuga „öldung“ í Vesturbænum þætti lítið til þessarar íhlutunar „unglingsins“ í knattspyrnunni í Reykjavík koma. Þetta gæti minnt á fyrirbærið í dag: Hinn reiða ungling, sem gerir á ýms- an hátt athugasemdir við þá eldri, sem kunna illa slíkum „kjánalátum“ og taka jafnvel forustu að þeim öldr- uðu forspurðum. Allt jafnaði þetta sig smátt og smátt og leikir KR og Vals urðu um fjöldamörg ár nær óslitið einvígi um helztu titlana sem um var að ræða í knattspyrnunni i þá daga, til óblandinnar ánægju fyrir borgarbúa, sem áhuga höfðu fyrir knattspyrn- unni. Þetta voru ekki síður skemmti- legar stundir fyrir okkur, sem tók- um þátt i þessum átökum vestur á Melavelli. Við viljum svo að lokum þakka KR-ingum fyrir þann skerf, sem þeir hafa lagt til íslenzkra íþróttamála, þakka samstarf siðustu áratugina, um leið og þeim er árnað heilla með afmælið og framtíðina. Stjórn KR skipa nú: Einar Sæ- mundsson, formaður, Sveinn Björns- son, varaformaður, Þórður B. Sigurðs- son, Gunnar Sigurðsson, Birgir Þor- valdsson og Þorgeir Sigurðsson. F. H.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Valsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Tengja á þetta tölublað: 28. Tölublað (24.12.1969)
https://timarit.is/issue/306749

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

28. Tölublað (24.12.1969)

Aðgerðir: