Valsblaðið - 24.12.1969, Side 49
VALSBLAÐIÐ
47
Siglufjarðazför badmmtonmanna
urinn Köglberger fyrir því, að „sög-
ur“ voru búnar til honum til handa
og á hann nú erfitt uppdráttar. Hann
var í fyrra annar markhæsti maður
Evrópu og leikur með austurrísku
meisturunum, Austria. Hann hefur
orðið fyrir barðinu á algjörlega til-
hæfulausum slúðursögum og situr
nú með sárt enni og spyr: Hvers
vegna ég? Þessari spurningu er auð-
svarað. Oftast er ráðist á þá, sem á
toppinn komast, því það eru fleiri
sem vildu feta i sömu spor. En
grimmd og árátta mannanna getur
verið miskunnarlaus og óskiljanleg.
Er þjálfunin góð í Austurríki?
Það hefur einkennt Austurríki á
vissan hátt frá öðrum þjóðum er,-
hvað landið hefur ávallt getað stát-
að af frábærum knattspyrnumönn-
um. Árin 1929—1932 var landslið
þeirra ósigrandi og vann slíka sigra,
að nærri ógerningur er að gera sér
í hugarlund, hve miklir ofurjötnar
þeir voru öðrum þjóðum á hinum
grasivöxnu leikvöllum um gjör-
vallan. heim. Um 1940 fara þeir
yfir i „stutta fótboltann", sem síð-
an fer sigurför um allar jarðir.
Óheppnir lentu þeir í 3. sæti HM
1954 og voru þá með frábært lið.
Þessi stutti annáll minn yfir austur-
rískan fótbolta er aðeins til að benda
á, að einhverjir af þeim mönnum,
sem léku undir merkjum Austur-
ríkis á þessum tímum hlytu að hafa
þekkingu og skilning á gildi knatt-
spyrnuíþróttarinnar og hæfileika til
að miðla af reynslu sinni. Svo fór
um síðir, að í dag eru austurrískir
þjálfarar eins og „bezta tegund af
súkkulaði" fyrir allar þjóðir, enda
eftirsóttir að eindæmum. Þeir hafa
þekkinguna, geta byggt upp og hafa
yfirleitt allt það til að bera, sem
krafizt er af góðum þjálfurum. En
það fara ekki allir að heiman, þó
kostakjör séu í boði. 1 Austurríki
starfa frábærir þjálfarar, sem kem-
ur heim og saman við hinn mikla
uppgang knattspyrnumanna þar í
landi og er þess vandlega gætt, að
ekki fari of margir í burtu, því auð-
vitað vilja þeir veg sinn sem mestan.
Það sem vakti athygli mína sér-
staklega, er hvað þjálfarar leggja
mikið upp úr knattleikni og verða
leikmenn ávallt að æfa þá hlið vel.
Þá er einnig mjög gaumgæfilega
„stúderaðar“ allar nýjungar i leik-
Um páskaleytið í fyrravetur lögðu
hinir ungu badmintonmenn Vals
leið sina til Siglufjarðar, til þátttöku
í íslandsmótinu, sem þar fór fram.
Miðað við aldur deiidarinnar má
segja að það hafi verið fjölmenni
mikið, eða 10 manns, sem þar kepptu
og geta þeir vel við unað þann ár-
angur, sem þeir náðu.
Fararstjóri piltanna var Gísli Sig-
urðsson og skrifar hann ferðasöguna
og fer hún hér á eftir:
Þegar ákveðið var að unglinga-
meistaramót Islands í badminton
yrði haldið á Siglufirði, ákvað bad-
mintondeild Vals strax að gefa sem
flestum meðlimum deildarinnar kost
á þátttöku. Þetta hafði að vísu í för
með sér ýmis vandamál. Vitað var
að ferðin yrði dýr og þar af leiðandi
við ýmsa erfiðleika að etja. Einnig
var það ljóst, að þar sem þetta var
haldið seinni hluta vetrar, hlaut það
að hafa í för með sér ýmsa erfiðleika
í sambandi við skólanám júltanna.
Þar af leiðandi fór badmintondeild
Vals fram á það, að þetta mót yrði
haldið dagana 2. og 3. apríl, þar eð
piltarnir væru þá komnir í páskafrí.
Þetta varð svo niðurstaðan. Tennis-
og badmintonfélag Siglufjarðar, sem
tók að sér að sjá um þetta mót, sá
sér fært að færa til mótsdagana frá
áður fyrirhuguðum tima á þessa
daga, svo þetta gerði þar af leiðandi
mun auðveldara um þátttöku. Bad-
mintondeild Vals ákvað strax að
aðferðum og þess ávallt gætt, að öll
liðin kunni sem flestar leikaðferðir.
Þesar tvær hliðar, ásamt linnulaus-
um skotæfingum, eru, að mínum
dómi frábrugðnar því, sem við eig-
um á íslandi að venjast. Og að sjálf-
sögðu eru þrekæfingar meiri og ræð-
ur engin miskunn. Þá skal gæta þess,
að allir iþróttamenn á meginlandi
Evrópu eru á launum eða njóta
styrkja.
Um leið og ég óska Val og félags-
mönnum öllum velgengni á kom-
andi árum, þá segi ég, að með betri
þjálfun og meiri skilningi æðri
VALS1969
kosta þessa för að verulegu leyti og
auðveldaði það þátttakendum mjög
mikið að fara. Utkoman varð sú, að
frá Badmintondeild Vals fóru tíu
keppendur og má segja, að þetta sé
mjög góð þátttaka á öðru ári deild-
arinnar og ég tala nú ekki um, þeg-
ar mótið er haldið á Siglufirði. Frá
Reykjavík er farið með flugvél frá
Flugfélagi íslands, þriðjudaginn 29.
apríl og flogið til Sauðárkróks og það-
an farið með bifreið beint úr flug-
vélinni til Siglufjarðar seint um
kvöldið.
Þar var til staðar til að taka á
móti okkur Garðar Alfonsson. for-
maður Tennis- og Badmintonfélags
Hlýlegt handtak og bros á vanga eftir fyrstu
tvenndarkeppni í unglingaflokki. Sigurveg-
arar: Jón Gíslason, Val, og Sigríður Jóhann-
esdóttir, Tennis- og badmintonfél. Siglufj.
stjórnvalda á gildi íþrótta, er ég ekki
í vafa um, að islenzkir íþróttamenn
munu og geta markað dýpri og virðu-
legri spor í samskiptum við erlendar
þjóðir í framtíðinni.
„Gunnari á Hlíðarenda hefur verið
hampað allt fram á síðustu tima, m.
a. fyrir afrek sitt í hástökki í her-
klæðum, en þegar Jón Þ. Ólafsson
stökk yfir 2 m í sömu grein, þá
minnkaði salan á fornbókmenntum!“
Lifum ekki á fornri frægð, heldur
horfum björtum augum fram á leið.
Það er ekki erfitt fyrir hina glæsi-
legu íslenzku æsku.