Valsblaðið - 24.12.1969, Side 74

Valsblaðið - 24.12.1969, Side 74
72 VALSBLAÐIÐ UTANFÖR II. FIOKKS VAIS TIL DANMERKUR Það var eina hrollkalda morgun- stund rigningarsumarið mikla 1969, að við söfnuðumst saman úti á flug- velli nokkrir Valsfélagar og var för- inni heitið alla leið til Danmerkur, hvar ætlunin var að dvelja næsta hálfa mánuðinn við knattspymuleiki og ýmislegt fleira. Við vorum 18 tals- ins, þaraf 2 fararstjórar og þjálfarar þeir Róbert Jónsson og Karl Jeppesen. I tilefni af þessu hef ég verið heð- inn að gefa lesendum Vals ofurlitla hlutdeild í dvöl okkar II. flokks pilta þar ytra, en þar sem ég var þessari beiðni með öllu óviðbúinn, er les- endum hlíft við smáatriðum eins og timasetningum. Vona ég, að eng- inn sakni þeirra. Á Kastrupflugvelli í Khöfn tóku á móti okkur 3 stjórnarmeðlimir og leiðtogar félagsins, sem við skyldum sækja heim. Lyngby Boldklub heitir félagið og var það stofnað 1921. Að- setur þess er í bæjarfélaginu Kgs. Lyngby, sem stendur í næsta ná- mjög góða aðstöðu, bæði hvað snert- ir íþróttahús og velli og er allt sem því viðkemur mjög til fyrirmyndar. Rúmum handa okkur var komið fyr- ir í litlum sal í íþróttahúsinu. Inn- an seilingar var aðstaða til snyrt- ingar og steypibaðs, ásamt borðtenn- isborði, sem var óspart notað. Þama í byggingunni fengum við morgunmat, en kvöldverð og stund- um hádegisverð á heimilum jafn- aldra okkar í félaginu, vel að merkja þeirra sömu, sem komu hingað upp seinna um sumarið. Misjafnlega voru menn ánægðir með gestgjafa svo og gestgjafarnir með gestina, en per- sónulega var ég mjög ánægur og vona aðeins að það hafi verið gagnkvæmt! Vmislegt gerðu þeir Lyngby-menn til að kynna okkur danskt þjóðlíf og danska menningu að fornu og nýju. Farið var í skoðunarferð um bæjar- félagið og skoðaðar margar merkar byggingar og stofnanir, svo sem ráð- hús, listahús, íþróttamannvirki, nýtt og glæsilegt bókasafn o. m. fl. Einn- ig hinn nýi Tækniháskóli Danmerk- ur, sem er í byggingu í Lyngby. Þá fengum við leiðsögn gegnum hinar ómissandi Tuborg-verksmiðjur, en sakir ólyktar í kjöllurum byggingar- innar og ógleði, sem hún orsakaði, var framleiðslunni ekki gerð skil sem skyldi. Þjóðminjasafn, og safn, hvar safnað hefur verið saman gömlum byggingum til varðveizlu og komandi kynslóðum til fróðleiks voru heim- sótt. Gat þar að lita mikið úrval tré- og steinhúsa, flestra með stráþökum. Einnig bæði fornlegar vind- og vatns- myllur. Þá er þess að geta, sem var okk- ur meira til upplyftingar og skemmt- unar. Strax á þriðja degi var hópn- um boðið á Dyrehavsbakken. Var þar að venju margt til skemmtunar, og ætti engum að þurfa að leiðast á Bakkanum, hafi hann nóga vasapen- inga. Varla þarf að nefna jafn sjálf- sagða staði og Tivoli eða Dýragarð- inn. I Tivoli geta allir skemmt sér, en hræddur er ég um, að sumir þeir, er atvinnu hafa af því að fólk skemmti sér þarna, svo sem náung- inn sem selur aðgang að þeirri at- höfn að brjóta leirtau með trébolt- um, gætu farið að taka saman pjönk- ur sínar, fengju þeir ekki aðra við- skiptavini en þjálfaða handbolta- menn. Að minnsta kosti var leir- tauseigandinn farinn að líta Þóri Jónsson og fleiri óhýrum augum undir lokin. Dýragarðurinn og Cirk- us Schumann, sem við heimsóttum einn eftirmiðdag, eru heldur ekki frægir fyrir ekki neitt. Við sáum engan knattspyrnukapp- leik, en fórum samt ekki alveg var- hluta af iþróttalifinu. Farið var með okkur á keppnisbraut fyrir hjólreið- ar, þegar þar fór fram landskeppni milli Dana og Rússa. Til að stríða Dömmmn héldum við Valsmenn auðvitað allir með Rússum, enda fór svo að rauðklædda liðið (og geti menn nú hvorir það hafi verið!) vann heldur auðveldan sigur. Tveim- ur kvöldum síðar heimsóttum við annan hringlaga keppnisvöll, en að þessu sinni var ekki riðið á hjólum heldur hestum. Aðstaða var til að veðja á hestana og töpuðu víst flestir, en sumir meiru en aðrir. Einn daginn áttum við allir að fara saman á baðströnd, en þann dag var úrhellisrigning og því ekki um sól eður sjóböð talandi. Hins veg- ar voru baðstrandarmál, eins og svo margt annað, í höndum einkafram- taksins og brugðu menn sér á strönd- ina í fristundum. Eftir æfingu einn morguninn gafst okkur færi á að fara í gufubað. Ég hafði aldrei í neitt þvílíkt komið og þótti nóg um hitann, en reyndum gufubaðsmönnum heiman frá Fróni fannst lítið til baðsins koma og ef trúa má tali þeirra um hitastig „al- mennilegra" gufubaða, fer ég að skilja þá afstöðu sumra nútíma Is- lendinga, sem virðast láta sér fátt um smávegis vist í helvíti finnast. Þetta hljóta að vera fastir gufubaðs- gestir. Eins og sjá má af öllu þessu var mikið fyrir gestina gert og þar af margt ánægjulegt, en þó var eins og við værum alltaf ánægðastir þegar ekkert bindandi var á dagskránni, einkanlega á kvöldin. Það er nefni- lega svo ósegjanlega gaman að geta ráðið sér sjálfur, jafnvel þó maður fái að lokum minna út úr því, en því sem aðrir hafa fyrir mann gert. Það er eins og þegar þú bakar köku og borðar með góðri lyst, þó það hefði ekki hvarflað að þér að snerta við henni væri hún framleiðsla ein- hvers annars. Þau kvöld, sem þannig var ástatt, var nær undantekningar- laust haldið inn í miðborgina og voru hinir ýmsu dansklúbbar vinsælustu áfangastaðirnir. Nú kynni einhver að segja sem svo, að ekki sé æski- legt að lið á keppnisferðalagi geri mikið af að skemmta sér fram á nótt, en ég er þess fullviss að það, að menn skemmti sér saman hefur svo geysi- lega góð áhrif á andann í liðinu, að það er alveg óborganlegt. Allir, sem einhvern tíma hafa komið nálægt íþróttum vita, hve samheldni og góð- ur andi hefur mikið að segja. Nú kæmi mér ekki á óvart, þótt þeir, ef einhverjir eru, sem nennt.

x

Valsblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.